Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 75

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 75
sína soðningu. Aðeins einn ketil höfðu þeir í pússi sínu og skyldi Arinbjörn sjóða sinn graut fyrst. En að því kom að kaupmenn gerðust óþolinmóðir: Þá kölluðu Austmenn af skipinu að Þorleifur skyldi matbúa, og sögðu hann vera mjög íslenskan fyrir tóm- læti sitt. Þá varð Þorleifi skapfátt, og tók ketilinn, en steypti niður grautn- um Arinbjarnar og sneri á brott síðan. Arinbjörn sat eftir og hélt á þvörunni, og laust með henni til Þorleifs, og kom á hálsinn; það var lítið högg; en með því að grauturinn var heitur, þá brann Þorleifur á hálsinum. (Eyrbyggja saga, 39. kafli) Þetta atvik átti eftir að hafa hvimleið eftirköst fyrir Þorleif þenn- an, því þegar hann bað sér konu þrem- ur árum síðar, fékk hann þau svör frá bróður hennar að eigi myndi hann gifta honum systur sína fyrr en graut- ardrílarnir á hálsi hans væru grónir! Mörg háðuleg dæmi mætti tína til í svipuðum dúr, er sýna fornkapp- ana við matseld. Öll staðfesta þau klárlega að þeim þótti slík „kvenna- störP* fyrir neðan sína virðingu. Og það vissi Steinunn Sighvatsdóttir, einn af kvenskörungum Sturlungaald- ar, er hún hótaði manni sínum að taka af honum vopnin og fá honum búr- lyklana í staðinn þar sem henni gekk treglega að eggja hann til að hefna föður hennar og bræðra. Það bar til- ætlaðan árangur. (Sbr. Sturlunga, II, bls. 6) Við hlaupum yfir balsam- beð hinna franskættuðu riddarasagna, hnútuköst fornaldarsagna og rímna sömuleiðis og grípum næst niður í sálmakveðskap siðbótarinnar. Á hin- um í mörgu tilliti mannfjandsamlegu tímum rétttrúnaðarins eða siðbótar- innar á fslandi, voru menn samkvæmt kenningu kirkjunnar svívirðilegir þrælar, saurug svín, hundum argvítug- ari; hlaðnir glæpum, bæði tiltölulega skiljanlegum eins og framhjáhaldi og snærisþjófnaði, eða óskiljanlegum eins og erfðasyndinni. Sextánda og sautjánda öld og fyrri hluti átjándu aldar hafa af mörg- um verið nefndir mestu eymdar- og niðurlægingartímar þjóðarinnar. Er þar margt sem kemur til. Um þetta segir Halldór Laxness í grein sinni Inngángur að Passíusálmunum: >,// / . . ll'...M Þjóðernislegt siðferðisþrek íslendínga hefur bilað, þjóðin hefur á hverju sviði lagt sig undir höggið utanfrá. Ein- valdsstefna konúngdómsins, með þýska nýskipun á „endurlausn manns- ins“ að hugsjón, hefur orðið sigursæl og krefst alræðis yfir þjóðinni, lífi manna og limum. Verslunareinokunin og erfðahyllíngin eru tveir ytri áfangar þessa krossferils þjóðarinnar; enn eitt ytra tákn uppgjafarinnar er útflutn- íngur æðstu innlendra verðmæta til Danmerkur, sem nær hámarki sínu þegar Flateyjarbók er lögð sem gjöf að fótaskemli útlends konúngs. Siðbótin svonefnda táknar á hagnýtu máli inn- limun hins guðlega umboðs [. . .] Líf þjóðarinnar alt er beygt með ofbeldi undir þessa nýskipun. (Vettvángur dagsins, bls. 9—10) Við þessa sorglegu upptalningu er síðan óhætt að bæta fádæma harð- ærum og drepsóttum. Því má nærri geta að í sálmum frá þessum tíma sé staður endurleystra manna, himnaríki, sannkallað ríki mannlegra óska- drauma, þar sem menn t.a.m. losna við leiðinlegar konur sínar og fá góðan mat í staðinn fyrir vondan, sbr. eftir- farandi sálmabrot: Útvöldum guðs svo geðjist geð, gestaboð til er reitt, kláravín, feiti og mergur með mun þar til rétta veitt, soddan veislu vér sitjum að sælir um eilíf ár. Næst berum við niður í þjóðsög- unum, afurðum alþýðlegu sagnalistar- innar frá svipuðum tíma og sálmarnir. Hún hefur staðið hér með miklum blóma, ef marka má fjölda þjóðsagna þeirra sem varðveittust í munnlegri geymd kynslóð fram af kynslóð, Guð veit hversu lengi, áður en jtær voru skrásettar. (Þjóðsögur Jóns Árnasonar komu fyrst út 1862.) Úr íslenskum útilegumanna- og huldufólkssögum má lesa ýmislegt um vandamál fólks- ins sem skóp þær, óskir, vonir og þrár. Afstaðan til ósýnilegrar veraldar huldufólksins í klettum og hólum er tvíbent. Annars vegar er óttinn við hið óþekkta, hins vegar vonin um annað og betra líf, leiðir sem mönnum eru lokaðar í hörðum heimi hvunndagsins. I álfheimum er draumaprinsinn sem ekki finnst í sveitinni, og í harðindum má oft hafa þar gnægð matar — rjóma, flot og feitt kjöt. Huldufólkið launar ríkulega mennsku fólki sem gerir því gott, og verður greiðinn oft til að hjálpa viðkomandi upp samfé- lagsstigann, en refsar hinum jafn grimmilega og er þá oft einmitt að framfylgja því réttlæti sem vill verða misbrestur á í mannheimum. Eins er með útilegumannasögurnar: á fjöllum eru mennirnir oft betri elskhugar og tillitssamri og sauðirnir fleiri og feitari en í mannheimum. Stór flokkur þjóðsagna fjallar um drauga og afturgöngur sem höfðu í frammi allskyns óknytti til að hrekkja lifend- ur, eins og að blanda mold í mat þeirra. Einhver skörulegasta aftur- ganga í Skaftafellssýslum og þótt víð- ar væri leitað var Höfðabrekku-Jóka. Hún var uppi um miðja 17. öld, hét fullu nafni Jórunn Guðmundsdóttir og var í lifanda lífi klausturhaldarafrú, skörungur í hússtjórn, gáfukona, söng- maður orðlagður og að öllu kvenskör- ungur hinn mesti. Liðin gekk hún oftlega um sýslur á meðan Vigfús maður hennar var enn ofar moldu, einkum um búr og eldhúsgögn. Skammtaði hún oft, en blandaði mold í matinn svo hann varð óætilegur. Einu sinni kom vinnumaður Vigfúsar að henni þar sem hún var að hræra mold saman við skyrið. Segir hann þá: „Hvað ertu nú að gera Jóka?“ greip upp einn askinn og kastaði á eftir 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.