Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 77
Ólafur ostur, Ólafur smér,
Ólafur huppur og síða;
Ólafur lýgur, Ölafur sver,
Ólafur stelur víða.
Við stiklum yfir Þorstein
matgogg í Pilti og stúlku
Jóns Thoroddsen og sálu-
félaga hans á öldinni sem
leið og vindum okkur yfir í þá sem nú
er að líða. Og hvernig skyldu þá mat-
armál íslendinga horfa við rithöfund-
um samtímans? Ég gef nú orðið Álf-
grími Hanssyni, sögumanni í Brekku-
kotsannál Halldórs Laxness, þar sem
hann lýsir veisluföngum í boði því er
hinn hálfdanski kaupmaður Gúðmún-
sen hélt hinum meinta heimssöngvara
Garðari Hólm til heiðurs, við upphaf
þessarar aldar:
Eftir þeirri einkennilegu aðferð sem
höfð var á íslandi áður fyr ef átti að
sýna rausn, þá var byrjað á því að veita
gestum kaffi og sætabrauð á undan
matnum. Má vera að siður þessi hafi
verið leifar frá þeim tíma að eldsneyti
var ekki tiltækt nema mór, og hann
lítt eldfimur, svo gestir urðu oft að
bíða eyktarlángt eftir steik og graut,
og því óhjákvæmilegt annað en bera
fram léttar veitíngar til að stilla sárast-
an sult manna meðan beðið var. Hér
var þó ekki seinlæti í eldamennsku til
að dreifa, heldur fastheldni við fornan
höfðíngjasið sunnan úr Vogum, og
þegar menn höfðu gætt sér á pönnu-
kökum, kleinum, jókaköku, tertu,
vínirbrauðum og rúmlega tuttugu öðr-
um sætabrauðstegundum ásamt með
rjómakaffi, þá loks var farið að hugsa
um að breiða á borð til sjálfrar veisl-
unnar.
[...]
Sykurbrenndar kartöflur voru fyrst-
ar rétta sendar inná víðáttumikið borð
í miðstofunni; þar fylgdi alskonar
ávaxtamauk, ídýfur svo þúngar að þær
hnigu varla; síðan tíndust smámsaman
inn svo ólíkir hlutir sem steikt frans-
brauð og hángikjöt, súrhvalur og sard-
ínur; og altíeinu kom heitur blómur
einsog fjandinn úr sauðarleggnum.
Þar komu í kjölfarið sviðnir sauða-
kjammar og bláber blönduð við fagur-
rauð hrútaber; síðan önnur matvæli
sem oflángt yrði upp að telja. Það var
einna líkast og maður hefði brotist
inní matvöruverslun. Hér gat einn og
sérhver etið lyst sína, eftir kenníngu
og hugsjón sem hann aðhyltist í matar-
æði, enda fór hver eftir sínu höfði,
sumir byrjuðu á steiktu fransbrauði og
enduðu á súrhval, aðrir á hrútaberi og
enduðu á sauðarhaus eða súrri mysu,
— því drykkir voru einnig forbornir,
kúamjólk og franskt rauðvín, auk þess
vökva sem þegar var nefndur.
(Brekkukotsannáll, 35. kafli)
Það veit trúa mín að þessi kafli er
býsna sannferðug lýsing á þeim und-
arlega kokteil sem samruni hefðbund-
innar íslenskrar matarmenningar og
danskrar var hérlendis, einkum á síð-
ari hluta 19. aldar og eitthvað fram
eftir þeirri 20., eins og hún birtist á
borðum heldri manna. (Það staðfesta
t.d. gamlir veislumatseðlar.) Þar mátti
semsé hafa allt frá hrútaberjum niður
í haframélsgraut með viðkomu í syk-
urbrenndum kartöflum og svínakjöti
með varthnígandi brúnni uppbakaðri
sósu, sultutaui og rauðkáli sem lengi
hefur verið talið aðalsmerki þungbú-
innar matargerðar danskrar.
En alþýðufólk til sjávar og
sveita leggur sér annars konar
fæðu og fábreyttari til munns
í verkum Laxness. Sigurlína í
Mararbúð og Salka Valka dóttir henn-
ar lifðu mestan part á rúgbrauði og
soðningu, og Ólafur Kárason Ljósvík-
ingur þóttist sæll þegar hann gat soðið
sér tros og vatnsgraut. Og þess háttar
mataræði virðist hafa verið Þórbergi
Þórðarsyni að skapi, ef marka má
frægan Sósusálm hans sem endar svo;
Sósurnar æxlast allsstaðar
allri mannkind til bölvunar,
öllum um stund til ununar,
öllum þó loks til þjáningar.
Tak frá mér, guð, allt sósusull,
seyddar steikur og þvílíkt drull.
Gefðu mér á minn græna disk
grautarsleikju og úldinn fisk.
En af öðrum frægum borðhalds-
lýsingum í verkum Halldórs Laxness
má nefna lýsinguna á því þegar Rósa,
eiginkona Bjarts í Sumarhúsum, ryður
í sig kjöti gimbrar þeirrar er hún slátr-
aði í leyfisleysi og banni, og var sá
dagur jafnframt hennar fyrsti og síð-
asti hamingjudagur í hjónabandinu,
og stríðstertulýsinguna í Kristnihaldi
undir Jökli, þar sem Hnallþóra ber
veitingar fyrir umboðsmann biskups.
Sé einhver sem þetta les að búa
sig undir að gerast grænmetisæta, eða
langar a.m.k. til að létta mataræði sitt
til muna, með því að segja skilið við
klassískar steikur og sveskjugraut á
sunnudögum og smurt majónesubrauð
í boðum, ætti sá hinn sami að lesa
skáldsögur Guðbergs Bergssonar frá
og með Astum samlyndra hjóna fram
að Það rís úr djúpinu. I þessari
Tangasyrpu Guðbergs má víða finna
borðhaldslýsingar sem ættu að geta
verkað sem traust bólusetning gegn
framangreindri fæðu. I upphafskafla
Önnu er t.d. dæmigerð lýsing á „guð-
bergsku" sunnudagsborðhaldi. Hús-
móðirin kallar eiginmann sinn og son
„yfirlýstar rotinpúrur, borðhaldssvín
og matarskepnur" og hefur nokkuð til
síns máls:
. . . Feðgarnir sátu álútir við borðið,
rotnir á svip yfir diskunum. Þeir
tuggðu í ákafa, hvompuðu í sig rauð-
kál, grænar baunir, súrar gúrkur og
sultu, mumpandi ánægjulega. Konan
lagði fyrir þá tvo sneisafulla diska af
sveskjugraut.
[•••]
Meiri sósu, skipaði Kristján. Og engan
graut sjóðheitari en píku. Láttu í skáp-
inn. Meira rauðkál, gúrku og púður-
sykur á kjötið.
[...]
Maðurinn þagði. Honum fannst skyn-
samlegast að þau útkljáðu þrætur sín-
ar sjálf. Hann syfjaði, latur innra með
sér, geispaði og saup kálsoð úr skál,
hugsandi um örlög matarins. Súpa í
dag saur á morgun tyggja tilvonandi
hægðir.
75