Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 81

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 81
í MÁLFARINU Af þéringum Eftir Kjartan Arnason . . . því miður er fiður í rassinum á yður! il þessa litla stefs mun ég lík- lega geta rakið fyrstu kynni mín af þéringiim. í fábreytni daganna þegar gráminn hékk einsog þoka fyrir aug- unum þótti það skárra en ekkert að setjast á fjölfarnar krossgötur og bíða eftir bersýnilega uppstökkum vegfar- cndum til að hrópa það á eftir. Á góðum degi mátti eiga von á því minnst tvisvar að þurfa að forða sér á hlaupum undan körlum sem alla jafna virtust líða áfram í þungum þönkum en voru í raun á stöðugu varðbergi gagnvart „skrílnum“ sem af einhverj- um ástæðum var alltaf í radarnum hjá þeim. Þeir gengu um með hengdan haus, augasteinana á eilífu ferðalagi milli augnkróka og hljóðhimnurnar spenntar eins og músagildrur, reiðu- búnar að fanga minnsta hljóð. Lítill barnsmunnur sem opnaðist til að hleypa lofti niðrí lungun nægði oft til að gangsetja þá ægilegu maskínu sem knúði þá til skyndilegrar eftirfarar. Sumir létu sér þó nægja munnlegar árásir og óskuðu manni ævarandi for- dæmingar og allri ætt manns. Það þótti raunar ekki síður spennandi en skyndiáhlaupin því þarna fékk maður á einu bretti öll helstu bannorð tung- unnar í löngum bunum. Já, þær voru margvíslegar geð- sveiflurnar sem þetta virðulega ávarp vakti. Enda auðvitað til þess ætlast með því að setja það í þvílíkt sam- hengi. Sumir vildu þó halda því fram að þarna lægju eingöngu „bragfræði- legar“ ástæður að baki. Sögulega er núverandi form for- nafnsins þér orðið til við samruna per- sónuendingar sagna og ér: komid ér » komi þér » komið þér. Hið sama hefur gerst með /lið: komid it » komi þit » komið þið. Hinsvegar hefur þér ekki alltaf verið notað í virðingarskyni einu sam- an þótt ástæða þess á öldum áður hafi verið önnur en getið er um hér að ofan. Um þetta hefur Helgi Guð- mundsson m.a. skrifað doktorsritgerð sína sem vitnað verður til hér á eftir. f formála hennar er gerður grein- armunur á þrennskonar tölu, þ.e. ein- tölu, tvítölu og fleirtölu: eint. tvít. fleirt. ek vit vér þú þit þér Eintöluformið var notað á sama hátt og nú en tvítalan átti einungis við tvo og hafa raunar verið leiddar að því líkur að vit og (þ);7 hafi þegið að láni t frá tvítölunni gömlu /veir/Zvær/ívau. Vér og þér voru því eingöngu fleirtölufornöfn og notuð um þrjá eða fleiri. Um eignarfornöfnin giltu sömu lögmál: faðir minn, faðir okkarr (tveggja), faðir várr. Notkun tvítölu mun hafa haldist að einhverju leyti hér á landi framanafTjldum en er með öllu aflögð á 17. öld og kerfið komið í þær skorður sem við þekkjum í dag: Gömlu tvítölufornöfnin vit og þit tákna þá alla fleirtölu og vér og þér orðin að virðingarávörpum sem nota májafnt um einn sem fleiri. Raunar tók að bera á tilhneiging- um í þessa átt strax á 10. öld og má sjá af skáldskap frá þeim tíma að konung- um hefur verið auðsýnd sérstök virð- ing væru þeir ávarpaðir í fleirtölu. Þorbjörn hornklofi segir svo í Glym- drápu sem ort er um 900: Kemurat yðr né æðri annarr konungmanna gjöfli ræmdr und gamlan gnapstól, Haraldr, sólar. Á svipaðan hátt reyna skáld að hverfa á bakvið verk sín með því að tala um sjálf sig sem um fleiri væri að ræða. Þetta gerir t.d. okkar ágæti Egill Skallagrímsson í eftirmælum eftir Þórólf bróður sinn (árið 925 u.þ.b.): . . . jörð grær, en vér verðum Vínu nær of mínum helnauð er það hylja harm, ágætum barma. Á fjórtándu öld er þessi notkun fleirtölunnar komin í fastari skorður þótt enn sé hún ekki orðin almenn. í Fjórðu málfræðiritgerðinni frá þeirri öld segir að það sé í virðingarskyni „ef rík persóna er merkt með margfaldri tölu, og er það kurteisi ef sá hefir ráðu neyti er til er talað, sem Arnórr kvað: Yppa ráðum yðru kappi jóta gramr í kvæði fljótu. Hér er konungsins persóna margföld- uð, en ekki heyrir það að tala svo til óbreyttra manna.“ Sú tilhneiging að íleggja fleir- tölufornafninu þér sérstaka virðingu á þeim tímum þegar tvítalan var enn við lýði varð til þess að gömlu tvítölufornöfnin glötuð- ust ekki þegar sjálf tvítalan hvarf, heldur lifðu áfram og yfirtóku fleirtöl- una einsog áður segir. Þessi málvenja er semsé orðin almenn á 17. öld og þá eykst eðlilega um leið vegur virðingar- ávarpsins; notkun þess takmarkast ekki lengur við konunga — enda eng- inn maður svo tiginn í þessu landi — heldur nutu allir konungsins bífalings- menn þessarar virðingar ásamt kenni- 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.