Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 87

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 87
HLJÓMTÆKI Dýpt, breidd og endurómur Eftir Konráð S. Konráðsson Ef halda á í kaupstaðarferð til að afla sér hljómtækja vill valið oft reynast erfitt, ekki síst ef óljóst er í upphafi eftir hverju er sóst og oft á tíðum verður kaupand- inn ágengum og rökföstum sölumanni auðveld bráð. Ekki gerir það kaupand- anum léttara um vik að þau hljómtæki sem helst vekja athygli hans í fyrstu, oft fyrir sakir skærra hátóna og hljómmikils bassa, eru fremur þreyt- andi til lengdar. Slík hljómtæki ýkja efsta og neðsta hluta tónsviðsins og þá verður óhjákvæmilega útundan sá hluti þess sem mikilvægastur er, miðj- an. Þar er næmi mannseyrans á hljómbrigði og tónstyrk hvað mest. Hæfileikinn til að geta metið fjarlægð hljóðs, til að skynja þrívídd hljóm- myndarinnar, byggist einmitt á að heyra vel miðju tónsviðsins. Áður en við hættum okkur lengra út í þessa umræðu skal vikið að nokkr- um þáttum upptökutækninnar, sem skipta hlustandann meira máli en hann gerir sér oft á tíðum grein fyrir. Við hljóðversupptöku, þar sem leikið er á rafmagnshljóðfæri, er einfaldast og eðlilegast að taka hljóm hljóðfæris- ins beint upp á tónband án þess að nota hátalara og hljóðnema sem milli- liði. Hvert hljóðfæri, t.d. rafmagnsgít- ar, -píanó, -orgel og -slagverk, er geymt á ákveðinni upptökurás. Af skiljanlegum ástæðum er söngur hins vegar tekinn upp með hljóðnema, en söngvaranum er þá oftast komið fyrir í tóndauðum klefa til að forðast allt endurkast og bergmál. Þegar upptöku er lokið geta upptökustjóri og tækni- menn síðan bjagað og breytt hljómi hljóðfæra og raddar eftir þörfum og að síðustu lagt niður hin einstöku hljóðfæri milli hátalaranna tveggja, hægri og vinstri, þó eftir ákveðnum reglum, líkt og þegar þvottur er hengdur á snúru. Sú tónmynd sem þannig fæst er tvívíð, þ.e. hljóðfærin og söngurinn hljóma í örgrunnum fleti milli hátalaranna tveggja, hvert óháð öðru, og er þannig í raun um að ræða umbreytta „mónó“-upptöku. Við upptöku hljóðfæra sem hljóma af eigin rammleik, t.d. fiðlu og flygils, gilda önnur lögmál. Þá er vitaskuld notast við hljóðnema, og til að hljóðfærin hljómi ekki hvert ofan í öðru (mónó), eru þeir hafðir tveir eða jafnvel fleiri. Við upptöku nema þannig hljóðnem- arnir ekki aðeins hljóm hljóðfæranna sjálfra heldur alls umhverfisins, hljómleikasalarins — allt endurkast og bergmál. Hljómmyndin verður þannig mun flóknari en áður er lýst, hún öðlast dýpt, verður þrívíð. Hlust- andinn getur ekki aðeins greint af- stöðu hljóðfæranna frá hægri til vinstri, heldur á hann og að geta gert sér þokkalega grein fyrir dýpt hljómmyndarinnar. í samræmi við það sem að framan greinir hafa hljómtæki síðustu ára þró- ast nokkuð í gagnstæðar áttir, hvað varðar gerð og hönnun. í öðru tilvik- inu gildir það meginmarkmið að hljómlistin hljómi áheyrilega, og skiptir þá litlu hvort hljómurinn er eðlilegur eða trúverðugur. Slík hljómflutningstæki eru því einskonar hljóðfæri þar sem hlustandinn getur breytt blæ og áferð tónlistarinnar eftir eigin geðþótta. Þessi tæki og sá hugs- unarháttur sem að baki liggur höfðar fyrst og fremst til aðdáenda léttari tónlistar á borð við rokk eða popp. Slík tónlist verður að mestu til í hljóð- verinu og því er erfitt að gera sér grein fyrir hvernig hún hljómar í raunveruleikanum. Við upptöku henn- ar eru hljómmynd og eðlilegt mið- tónsvið látin lönd og leið, og áherslan þess í stað lögð á mikinn tónstyrk, ýkt hátónsvið og annað það sem hrífur hlustandann við fyrstu kynni. Á hinum pólnum eru þau hljóm- Góð hljómtæki framkalla upphaflega mynd tónlistarinnar. 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.