Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 90

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 90
Smásaga eftir Einar Má Guðmundsson Hæglát svöl golan, sem siglir með hvítu máva- gargi frá sjónum, ber með sér gráleitan reyk úr strompi síldarbræðslunn- ar. Og reykurinn úr strompinum; hann svífur yfir hverf- inu, greiðir þar úr slæðum sínum og skilur eftir sig í loftinu þessa undar- legu fýlu, sem borgarbúar kalla pen- ingalykt. Annars er bjart í loftinu. Daufir sólargeislar falla einsog gylltir krónu- peningar til jarðar og lítil lambhvít ský velta sér um Ijósbláan himininn. Af og til svífa líka þotur, sem skilja eftir sig skýgular rákir, svífa einsog risavaxin fiðrildi með raf- magnsmótor í maganum, stundum svo margar að skýgular rákirnar mynda óráðna krossgátu í loftinu; en inní þot- unum sitja grænklæddir hermenn frá herstöðinni. Niðri á jörðinni liggja göturnar í hverfinu, þær liggja út um allt einsog flæktar reimar í strigaskóm og með- fram þeim rísa húsin lík tröllköllum með gleraugu og horfa á Ijósastaurana, sem standa fyrir framan þau. Þennan dag, í einni af götunum, uppá einum af Ijósastaurunum, situr Jón. Or fjarlægð mætti alveg halda að Jón væri punt, sem borgaryfirvöld hafa hengt uppá staurinn, því þar situr hann einsog myndastytta. Ljósastaur- inn, sem Jón situr uppá, er beint fyrir framan húsið heima hjá honum og af öllum Ijósastaurum í hverfinu er hann uppáhalds Ijósastaurinn hans. í sjálfu sér eru þetta engin tíð- indi: Út um allt hverfi situr Jón uppá Ijósastaurum og flestir sem þar búa hafa séð hann uppá mörgum þeirra. Það er líka alkunna hvernig hann þýt- ur upp rennur á húsum, prílar upp möstur á skipum og stekkur aftan á öskubíla á ferð. Það er engu líkara en hann sé með segulkraft í fingrunum eða klifurgadda á tánum. Oft er Jón bara að hugsa þegar hann situr uppá Ijósastaurum, eða hann situr og gerir eitthvað annað, flettir leikaramyndum, blæs í blokk- flautu, syngur bítlalög, eða hann stríð- ir vegfarendum, hæðir þá og spottar, því einsog gefur að skilja: því hærra sem maðurinn fer uppí loftið, þeim mun frjálsari er hann gagnvart jarð- _ Hláturinn í ljosastaumum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.