Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 47

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 47
Fornleifarannsóknir á Skriðuklaustri taldar tengjast því að ekkert klaustur var sem fyrr getur starfrækt á Austurlandi. Sá fjöldi gjafa sem berst klaustrinu strax eftir stofnunina ber vitni þess að áhugi hafí verið mikill fyrir því að klaustur væri stofnað í þessum landshluta, þó seint væri. Bent hefur verið á í þessu sambandi að klaustur voru miðstöðvar konungslegs valds, auðs og menntunar, en eflaust hefur ráðamönnum þótt vanta slíka miðstöð í fjórðunginn.3 Stefán Jónsson sat á stofn- unarárum Skriðuklausturs á biskupsstóli í Skálholti en þekkt er að hann lét sér annt um skólahald í biskupsdæmi sínu, og þá sér í lagi um menntun presta. Nokkuð víst þykir að hann hafí beitt sér fyrir því að ráðin yrði bót á möguleikum menntunar á Austurlandi nreð stofnun Skriðuklausturs. Munnlegar heimildir herma þó að stofnun Skriðuklausturs hafí átt sér aðrar ástæður, jafhvel að kraftaverk eitt hafí átt stærstan þátt í því. Helgisögn nokkur grein- ir frá atburði sem átti sér stað á 15. öld á Kirkjutúninu, skammt neðan við bæinn á Skriðu. Valþjófsstaðarklerkur átti þá leið út dalinn að þjónusta dauðvona sóknarbam. A leiðinni týndi hann kaleik sínum og patínu. Var maður sendur að leita og fannst hvoru tveggja á þúfu neðan við bæinn að Skriðu. Kaleikurinn var fullur af víni, patínan yfír og á henni brauð. Litið var á þetta sem kraftaverk og stofnað klaustur til minningar um atburðinn á þeim stað er hann gerðist.4 Agreiningur hefur ætíð staðið um ná- kvæmt stofhár klaustursins á Skriðu. Skjal- festar heimildir staðfesta það að hjónin Hallsteinn Þorsteinsson, bóndi á Víði- völlum í Fljótsdal, og Cecilia Þorsteins- dóttir, kona hans, hafí gefíð jörðina Skriðu til klausturhalds árið 1493 og talið er líklegast að klaustrið hafí verið stofnað sama ár. Ari síðar fer klaustrinu að berast gjafír og fyrsti príorinn er vígður til starfa þar árið 1496.5 Hlutverk Skriðuklausturs Skriðuklaustur var helgað Guði almátt- ugum, Maríu mey og hinu helga blóði Jesú Krists en ekki eru önnur dæmi um slíkt hérlendis né í nágrannalöndunum. Senni- legar ástæður þessa felast að líkindum í því hversu seint klaustrið var stofnað en til- beiðsla líkama Krists jókst eftir því sem leið á miðaldir.6 Skriðuklaustur var príorsklaustur og fylgdi Ágústínusarreglu. Fyrsti príor var Narfí Jónsson en hann er þekktastur þeirra príora sem sátu á Skriðuklaustri fyrir að efla með dáð veg og virðingu Skriðuklausturs.7 Príorar urðu fjórir talsins í tíð klaustursins en ekki er þekktur fjöldi þeirra munka, sem höfðust við í klaustrinu hverju sinni, en talið er að þeir hafí verið 5-6 að jafnaði. Fleiri höfðust við í klaustrinu en príor- arnir og munkarnir. Ef marka má fjölda gjafa og áheita til klaustursins, þá hefur því fylgt fjöldi próventufólks en það bjó í klaustrinu ásamt príorunum og munkunum. Próventufólk gat verið konur jafnt sem karl- menn, börn og fullorðnir.8 Einnig eru til skjalfestar heimildir þess efnis að prestsefni hafí setið þar á skólabekk en í klaustrinu var rekinn svokallaður skóli. ’Helgi Hallgrimsson 1999. Bls. 34. 4Helgi Hallgrímsson 1999. Bls. 35. fíleimir Steinsson 1965. Bls. 17; Helgi Hallgrímsson 1999. Bls. 34. 6Ounnar F. Guðmundsson 2000. Bls. 3. 7Heimir Steinsson 1965. Bls. 97. 8Ounnar F. Guðmundsson 2000. Bls. 218-219. 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.