Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Qupperneq 47
Fornleifarannsóknir á Skriðuklaustri
taldar tengjast því að ekkert klaustur var
sem fyrr getur starfrækt á Austurlandi. Sá
fjöldi gjafa sem berst klaustrinu strax eftir
stofnunina ber vitni þess að áhugi hafí verið
mikill fyrir því að klaustur væri stofnað í
þessum landshluta, þó seint væri.
Bent hefur verið á í þessu sambandi að
klaustur voru miðstöðvar konungslegs
valds, auðs og menntunar, en eflaust hefur
ráðamönnum þótt vanta slíka miðstöð í
fjórðunginn.3 Stefán Jónsson sat á stofn-
unarárum Skriðuklausturs á biskupsstóli í
Skálholti en þekkt er að hann lét sér annt
um skólahald í biskupsdæmi sínu, og þá sér
í lagi um menntun presta. Nokkuð víst
þykir að hann hafí beitt sér fyrir því að
ráðin yrði bót á möguleikum menntunar á
Austurlandi nreð stofnun Skriðuklausturs.
Munnlegar heimildir herma þó að
stofnun Skriðuklausturs hafí átt sér aðrar
ástæður, jafhvel að kraftaverk eitt hafí átt
stærstan þátt í því. Helgisögn nokkur grein-
ir frá atburði sem átti sér stað á 15. öld á
Kirkjutúninu, skammt neðan við bæinn á
Skriðu. Valþjófsstaðarklerkur átti þá leið út
dalinn að þjónusta dauðvona sóknarbam. A
leiðinni týndi hann kaleik sínum og patínu.
Var maður sendur að leita og fannst hvoru
tveggja á þúfu neðan við bæinn að Skriðu.
Kaleikurinn var fullur af víni, patínan yfír
og á henni brauð. Litið var á þetta sem
kraftaverk og stofnað klaustur til minningar
um atburðinn á þeim stað er hann gerðist.4
Agreiningur hefur ætíð staðið um ná-
kvæmt stofhár klaustursins á Skriðu. Skjal-
festar heimildir staðfesta það að hjónin
Hallsteinn Þorsteinsson, bóndi á Víði-
völlum í Fljótsdal, og Cecilia Þorsteins-
dóttir, kona hans, hafí gefíð jörðina Skriðu
til klausturhalds árið 1493 og talið er
líklegast að klaustrið hafí verið stofnað
sama ár. Ari síðar fer klaustrinu að berast
gjafír og fyrsti príorinn er vígður til starfa
þar árið 1496.5
Hlutverk Skriðuklausturs
Skriðuklaustur var helgað Guði almátt-
ugum, Maríu mey og hinu helga blóði Jesú
Krists en ekki eru önnur dæmi um slíkt
hérlendis né í nágrannalöndunum. Senni-
legar ástæður þessa felast að líkindum í því
hversu seint klaustrið var stofnað en til-
beiðsla líkama Krists jókst eftir því sem leið
á miðaldir.6
Skriðuklaustur var príorsklaustur og
fylgdi Ágústínusarreglu. Fyrsti príor var
Narfí Jónsson en hann er þekktastur þeirra
príora sem sátu á Skriðuklaustri fyrir að efla
með dáð veg og virðingu Skriðuklausturs.7
Príorar urðu fjórir talsins í tíð klaustursins
en ekki er þekktur fjöldi þeirra munka, sem
höfðust við í klaustrinu hverju sinni, en
talið er að þeir hafí verið 5-6 að jafnaði.
Fleiri höfðust við í klaustrinu en príor-
arnir og munkarnir. Ef marka má fjölda
gjafa og áheita til klaustursins, þá hefur því
fylgt fjöldi próventufólks en það bjó í
klaustrinu ásamt príorunum og munkunum.
Próventufólk gat verið konur jafnt sem karl-
menn, börn og fullorðnir.8 Einnig eru til
skjalfestar heimildir þess efnis að prestsefni
hafí setið þar á skólabekk en í klaustrinu var
rekinn svokallaður skóli.
’Helgi Hallgrimsson 1999. Bls. 34.
4Helgi Hallgrímsson 1999. Bls. 35.
fíleimir Steinsson 1965. Bls. 17; Helgi Hallgrímsson 1999. Bls. 34.
6Ounnar F. Guðmundsson 2000. Bls. 3.
7Heimir Steinsson 1965. Bls. 97.
8Ounnar F. Guðmundsson 2000. Bls. 218-219.
45