Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 46
Múlaþing
Kerling frá kvíunum gengur
kemur hún aflur brátt.
Með nýmjólk hún fötuna fyllir
og fákurinn gneggjar þá hátt.
Og fötuna fákurinn tæmir,
þá færir sig kerling nær
og smjörsköku talsverða tekur
úr trogi og hestinum fær.
Hestinum kerling klappar
og klórar og mællir lágt:
„Gott hef ég gefið þér áður,
og guggna nú ekki þú mátt.“
Margsinnis mjólk hjá mér drakkstu
og mjölköku og smjörbita fékkst.
Eg breiddi á þig brekán á vetrum,
í búrinu mínu þú gekkst.
Allt var það öðrum að kenna,
að ungur þú barst ffá mér.
Því skálkur um skuld mig krafði
og skuldin var borguð með þér.
„Berðu nú biskupssoninn
á burt yfir holt og mel.
Flyt þú hann heilan á húfi
heim til sín. Farðu nú vel.“
Gullpening gefur hann Arni
gamalli rausnar-frú
og hæverskur hattinum lyftir.
Svo heldur hann vestur frá Brú.
VI
Og Ámi hann ríður á öræfin beint
sem örskot hann ber yfir fold,
og hamstola þeysir hinn þreklegi jór,
en þyrlast upp sandur og mold.
Og Árni hann ríður um holt og um hraun,
hann hamrana þræðir um skeið.
Og aldrei fór nokkur á íslenskum jó
svo ógreiða og torsótta leið.
Og Ámi hann ríður um skriðjöklaskörð
þar skúta fram þverhnípin há,
hann fer eftir börmum á gínandi gjám
og gljúfrunum hörfar ei frá.
Svo fer hann með köflum um eldhraunaurð,
þar örðug finnst tófunni leið.
Hann sundríður jökulsins válegu vötn,
sem veltast fram, straumhörð og breið.
Hann áir hjá Bmnnum um örskamma stund,
því uppsprettulind er þar tær,
og grösugur bali við grávíðis-mnn,
sem grandað ei jökullinn fær.
Og austan við Bláfell hann áir um hríð,
og em þá fúll dægur þrjú,
síðan hann klátinn sinn keyrir á stökk,
frá kvíunum ffemri á Brú.
Hann stutt á að Skjaldbreið í dögun þess dags,
sem dómþingið Islands skal sett,
„Högni minn,“ segir hann, „hertu þig nú
og hlauptu þinn síðasta sprett“.
„Því náirðu á Þingvöll um nónbil í dag,
svo nauðunga ég losist úr kví,
Þá skal ég ei bera þér bitil í munn
né beita þig spomm úr því“
Á harðasta stökki nú hesturinn fer
um hraun og um mel og um skörð.
Og leirugur allur og bólginn um bijóst
hann blóðinu frísar á jörð.
En Ámi hann klæðir sig kápunni úr
og krækir svo ístöðin frá
og burtu þeim kastar -og brosir í kamp:
„Það borga skal Herleifúr Daa.“
Á Þingvelli er fjölmennt, og fulltrúar kóngs
flytja þar erindi snjallt.
Og sent hefúr jöfúr þá Jörgen og Frís
að jafna það ranglæti allt.
44