Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 16
Múlaþing
vanda ljóðagerð sína.5 En lítið hefur verið
birt af ljóðum Sigfusar. Aðeins tvö smákver,
„Kappaslagur“ og „Glámsrímur“ sáu prentsins
svertu og eru mjög fágæt. Er hvortveggju
býsna torskilið á köflum. Þriðju ljóðabókina
ritaði hann upp og nefndi „Netlu“ en hún
kom aldrei út - nema ef vistun á handrit.is
má kalla „útgáfu“. Sama gildir um „Gryllur",
„Óra“ og vasabók án titils er inniheldur kvæði
um fornkappa. Nokkrar vísur eftir hann eru í
„Stuðlamálum“; safni lausavísna eftir íslensk
alþýðuskáld. Einnig munu örfá kvæði hafa
birst í „Oðni“, „Nýjum kvöldvökum“ og fleiri
blöðum og tímaritum, einkum austfírskum.
Þótti Sigfus á köflum býsna níðskár. Kvaðst
hann vera andlega skyldur Bólu-Hjálmari og
dáði mjög kvæði Hjálmars. Einnig taldi hann
sig vera ákvæðaskáld - og vera má að eitthvað
hafi verið til í því.
I hinum tilvitnuðu textum hér að framan
kemur fram biturð Sigfusar, sem og fýrmefnd
minnimáttarkennd sem víða örlar á hjá honum
andspænis „lærðum mönnum“. A skólabekk í
Möðruvallaskóla settist hann ekki fyrr en 34
ára gamall og urðu það ekki langar stúdíur
(1889-1891). Hvað biturð áhrærir má segja
að Sigfus hafí haft nokkra ástæðu til, enda var
lífsstarfí hans lítill og síðbúinn sómi sýndur.
Jafnvel drógu sumir dár að honum fyrir- drauga
og forynjusagnasöfnun - að ekki sé minnst á
hjátrú hans6. Alkunn er þessi vísa hans- sem
einnig er lýsandi fyrir orðþrótt hans:
5 Af Héraði og úr jjörðum bls. 79.
6 Hér má færa til ffásögn Eiríks Eiríkssonar frá Dagverðargerði í
viðtali við Valgeir Sigurðsson í TÍMANUM 4. des. 1977:
„Mig langar að segja hér frá atburði sem varð í einni
heimsókn Sigfúsar til foreldra minna...Ekki veit ég
nákvæmlega hvaða ár þetta var, en hitt er víst að systir
mín, sem er eldri en ég, var þá bam að aldri, líklega fimm
ára eða svo. Eitthvað mun henni hafa fundist karlinn
fomeskjulegur, því hún varð hrædd við hann og fór að
gráta. En nú var Sigfúsi öllum lokið. Hann hélt að þetta
væri ekki einleikið og að barnið sæi á sér feigð. Mátti nú
ekki á milli sjá hvort skelkaðra var, óvitinn eða Sigfus!“
Því hef eg mig við fárra fellt
flysjungs kjaftaglingur.
Mig hefur líka lengi elt
lygi og misskilningur.
Vera má þó að álit samtímamanna á sagna-
þulinum hafí að einhverju leyti verið verð-
skuldað því hann virðist ekki hafa lagt sig eftir
vinsældum. Sigrún Dagbjartsdóttir fræðaþulur
frá Vestdalseyri lýsir honum svo:
Ég man hann frá æsku minni á Vestdalseyri
í Seyðisfírði, þá var hann kominn hátt
á sjötugsaldur. Mér fannst hann vera
smáskrýtinn í háttum og ekki fríður. Stórt
bogið nef setti mikinn svip á holdgrannt
andlitið. A nefninu voru gleraugu sem
oftast voru niðri á nefbroddi. Yfir þau
horfði hann skáhallt á þann sem hann talaði
við og stundum ærið hvasst. Ekki hafði ég
vit á því þá, að hann hallaði svona á vegna
þess að hann var blindur á öðru auganu.7
í sömu heimild hefur Sigrún einnig lýst
bamslegri hjátrú Sigfúsar og er það kátleg
lesning:
Hann Sigfús sagni mun hafa komið á
Vestdalseyrina í kringum 1924, þá var ég
sex ára. Fyrst hafði hann herbergi í litlu
húsi á Eyrinni er Bergþórshús nefndist
en fluttist síðar til hjónanna í Pálshúsinu,
þeirra Bjargar og Hermanns. Björgu var
honum í mestu nöp við og kallaði hana
„Ólund“ en húsið „01undíu“. Því var eftir
honum haft:
Ef einhver spyr mig hvar eg bý,8
hann heyri það og lesi:
Eg á heima í Olundí
úti á Rakkanesi!
7 Huldumál - hugverk austfirskra kvenna - útg. Pjaxi / Samband
austfirskra kvenna 2003 bls. 280
8 Líklega á línan að vera svona: „Hyggi að einhver hvar eg bý...“
14