Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 143
Agúsl Asgrímsson Þorvaldur B. Hjarðar
Agúst Ásgrímsson, bóndi Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, var árið 1916-1917
vinnumaður í Hjarðarhaga á Jökuldal, hjá Þorvaldi Benediktssyni Hjarðar bónda þar.
Ágúst var þá 28 ára að aldri, frískur og þolinn.
Hann segir svo frá:
„Sumarið 1916 var heyjað frá Hjarðarhaga upp í flóum, bak við svokallað Háfjall; svo
nefnist fjalliö frá Garðá, inn að Rjúkindum sem em á milli Hjarðarhaga og Skjöldólfsstaða,
næsta bæ innar í dalnum. En íjöll þessi og flóar em á heiðinni milli Jökuldals og byggðarinnar
er áður var á Jökuldalsheiðinni. Þetta hey fluttum við á reiðingshestum niður á Háfjallsbrún
og settum þar saman í eitt stórt vel gert hey.
Á laugardag fyrir páska, vorið eftir, var fyrst farið og tekið á þessu heyi. Til þessa verks gekk
Þorvaldur húsbóndi minn og við Hannes Stefánsson vinnumenn hans. Við fómm með reipi til að
binda heyið í, bundum 32 bagga og bundum saman 16 bagga í búnt og létum svo baggabúntin
renna þannig niður ljallið, sem þama er mjög bratt og vart gengið að neðan og upp á minna
en 20 til 25 mínútum. Víðast hvar vom þá í fjallshlíðinni hæðir auðar, en í lægðum snjór. Við
festum kaðal í öftustu baggaröðina á hvora baggabúnti og bundum stein í kaðalendann. Þetta
gerðum við til þess að baggamir fæm síður á veltu og til að geta frekar takmarkað hraðann.
Þetta ferðalag gekk reglulega vel. Því næst var náð í hesta með reiðingi og heyið flutt heim í
hlöðu á þeim. Veður var hlýtt og lygnt þennan dag, en fór að snjóa í logni upp úr miðaftni og
jókst snjókoman með kvöldinu.
Um klukkan 10 um kvöldið var búið að láta á hestana síðustu baggana og þeir fóm heim
með heylestina sem voru 4 hestar, Þorvaldur og Hannes, en ég fór að smala saman ánum á
Háfjallshúsunum og hýsa þær. Þær vom inn á Víðum þann dag. Þegar smalamennsku var lokið
vantaði mig 6 ær af tæpum 180 sem áttu að vera á þessum beitarhúsum. Þá var haldið heim en
það mun vera langt, klukkustundargangur, enda var klukkan þá orðinn eitt um nóttina er heim
var komið. Veðrið var þá líkt og áður, aðeins minni snjókoma.
141