Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 83
Höfundur þessa Ijóðs er Jón M. Kjerúlf bóndi á
Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal. (1912-1970) Jón var
kirkjuorganisti við Valþjófsstaðakirkju um árabil.
Hann var söngmaður góður og kjörinn til að stjórna
söng á samkomum, enda maður glaðvœr og hnittinn.
Einnig var hann laginn lagasmiður og hafa sum laga
hans verið gefin út. Ekki er vitað frá hvaða tíma Ijóðið
um „ þarfasta þjóninn “ er en það gœti vel hafa verið
flutt í samsæti hestamanna.
Minni þarfasta þjónsins
Okkur er sagt í sögum,
sögum frá fyrstu dögum,
lundríku landnemanna,
lýðhollra kvenna og manna.
Fylgdi þeim góður gestur
glæstur og reistur hestur,
hesturinn, þjóninn þarfí,
þarfur í leik og starfi.
Marg var þá vanda vafið,
vistin ill yfir hafíð.
Loks þegar landi náði,
landi sem klárinn þráði.
Leyst var af fótum fjötur,
fyrstur hér tróð hann götur.
Hesturinn, þjóninn þarfí,
Þjónn bæði í leik og starfí.
Átti hann hölda hylli,
hljóp landshorna milli.
Ölkæra íslendinga,
axlaði hann til þinga.
Vegleysur tókst að troða,
tölti með þræla og goða.
Vildu höfðingjar hafa,
hesta til stórra gjafa.
I öræfaþokunni illu
oft leysti smala úr villu.
Fílelfdur stóð í straumi,
stórvatna, og jakaflaumi.
I grimmdarhörkum og gjósti,
glímdi við ófærð með pósti.
Geystist með hal á herðum,
um héruð í læknisferðum.
Efnið í bæinn bar hann,
burðarhestur oft var hann.
Dró hann æki um Isa,
orkuna hafði vísa.
Höfðu hann rekkar til reiðar,
rann hann um sveitir og heiðar.
Erfiði tíu alda,
eigum við honum að gjalda.
Enn er hann þjónninn þarfur,
Þrautseigur, skjótur, djarfur,
traustur, fjörugur, frægur,
Fjölhæfur, hlýðinn, þægur.
Reisn er eikinum yfír,
alþjóðardómur lifír.
Ganghraður, gæðamestur,
glæstur og reistur hestur.