Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 154
Múlaþing
Mynd tekin í suð-suðvestur. Fyrir miðri mynd í baksýn Miðdegistindar, lengra til hægri Einbúi. Vatnið heitir
Vatnsstœði. Graslendið fremst á myndinni heitir Vatnsstœðismelur en málvenja er í Möðrudal að kalla gróið land
þar sem áður hafa verið meltorfur mel, s.b. Kjólsstaðamel. Ljósmyndari og eigandi myndar: Grétar Jónsson.
og Kollóttihóll. Ofan við þær í dokkinni milli
Möðrudalshóls og þeirra, og á Útsöndum. var
mikið melengi þegar ég var drengur.
Neðan við Kollóttuöldur er Bæiarlæksgil
ofan í Dysjar en norðan við þær er Rauðhóla-
gil ofan frá Ijallgarði og út í Sauðá_neðan
Rauðhóla. Þá er upp við fjallgarðinn Dvngiu-
dalur. er nú sem óðast að gróa upp og
verða að engi, eins og á Svæðistorfum út af
Miklafelli. Neðan Dyngjudals eru Dvngiu-
hólar. Þar neðan við eru skorur sem áður
var í ágætt melengi, sérstaklega í Stóruskoru
norður af Hrossbeinamel sem er kollóttur
melur dálítið hár við Rauðhólagil að norðan
í miðjum Söndum. Ofan við Rauðhólana var
engi. Þá eru Rauðhólar og Krummanef norður
við Sauðá. Krummanefið er hátt klettanef
gegnt Diúpahvammi.
Staðarás (Ás) og Staðaráshvammur við
Sauðá. Niður með Sauðá er Spóanes efst
ofan að gamla vegi. [Vopnafjarðarvegi] GJ Þá
Vaðanes ofan að bílvegi, bæði nesin nú
hrjóstrug og snögg en þó hefur verið ögn
heyjað í Spóanesi. Þar neðar er Lambanes
þá Bæjarsporður og Sporðhóll milli Sauðár
og Hvannár. Þar er fremur lélegt graslendi,
mest ling og lélegt gras. Þá eru kallaðir Gígar
hér norðan við Flákabarðið rétt austan við
bílveginn, þar er nú að koma hrossanál og
mýrlendi og engi síðar neðan við Vaðneslæk.
Þá er Flákinn sem akbrautin liggur eftir og
Bugamir niður með Bæjaránni. Þá em Króka-
tiamarbörð. Krókatiöm, Baðtiörn og Stekkur
eða Geitakofi. Dalur er í túninu. Staðaránni
var veitt 1942-43 í Kjólsstaðaá hjá Kúða.
Ofan við Flákann er Röndin. hátt móaholt
langt og ofan við það em Dysjar kallaðar.
í Dysjunum voru háar dysjar og kringlótt
holt, brött alt í kring, en lítil um sig. Eg lýsi
þessu svo naugið af því að nú em þessi holt
eða dysjar að sökkva ofan í fenið, bleituna.
Sama tilfellið er í Blánni þar vom háar dysjar
152