Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 149
Ornefni í Möðrudalslandi
Lýsing Möðrudalslands fyrr og nú eftir Jón A.
Stefánsson 57. afmælisdag 22. febrúar 1937
Fyrst þegar ég man eftir mér hér í Möðrudal
var hér torfbær með bustum fram á hlaðið.
1. Stofubust (syðst). 2. Bæjardyrabust og
norðast 3. Skemmubust.
Lýsing bæjarins inni. Bæjardyrnar voru
nálægt 5 álnum á breidd (um 3 metra) og
nálægt 7 álnum á lengd. Var gengið úr þeim til
hægri er inn var komið í stofu á miðjum vegg
og þar innan við var stigi upp á stofulofitið inn
í hominu, en í hinu hominu aftur stigi upp á
bæjardyraloft. Það var þiljað í tvennt og var
svefnloft fram við stafninn en geymsla framar
kringum uppgönguna. Bæjarhurðin var úr
einföldum borðum með 2 okum að aftan og
skárimli á milli, og er hurðin til enn í dag.
Utan við dymar var stór hella , sjá myndina,
og steinastétt lögð meðfram öllum þiljunum,
1 meters breið. Stofugluggamir vom tveir á
stafni móti vestri, 1 alin og 6 - 8 þumlungar
á hæð og tilsvarandi breiðir, svona rúm alin
á breidd. Stofan var öll þiljuð innan, að mig
minnir með póstaþili, þannig að rimar vom
með vissu millibili um þumlungs þykkt en
'A þumlungs ijalir á milli þeirra. Gólfíð var
allgott. Svo var rúm innst í stofunni þiljað
af undir stiganum sem kom uppá bæjar-
dyraloftið. Þar var stórt og fallegt borð, sófí
og stólar fyrst er ég man eftir. Stofuloftið var
eingöngu notað til geymslu og sömuleiðis
skemmuloftið, hafit fyrir dót. I skemmuna
var utan gengt af hlaðinu. Inn úr bæjardyrum
var gengið í göng sem láu til baðstofu, búrs
og eldhúss. Göngin vom um 2 álnir á breidd.
Eldhús var norðast, allstórt með hlóðasteinum
inn við stafninn. Þá tók búrið við, það var í
tvennu lagi með kjallara undir innra búri og
gengið í fremra búr úr göngunum framan við
baðstofudyr. í innra búri var skammtað en í
fremra búri geymdar tunnur með skyri og
slátri. I innra búri vom bekkir á 3 vegu og
eitthvað þiljað í kring.
Þá er að lýsa baðstofu, hún var í tvennu
lagi niðri og fjós undir fremri partinum, allt á
kafí í jörð og illt að ná birtu í það. Baðstofu-
húsið var um 6 álnir á kant og 2 gluggar á
suður hlið og frambaðstofan 9-10 álnir með
3 gluggum. Svo vom loft í báðum endum uppi
á bitum og brú á milli líklega 5 álna löng með
pílagrindum til hliðanna. Bitamir vom sverir
og heflaðir og var oft farið í gegnum sjálfan
sig á þeim og ýmsar kúnstir gjörðar og eins
á brúnni. Svo var stundum vafíð hrosshárs-
töglum (reiptöglum) þétt eftir öllum bitunum
utanum þá. A baðstofunni var torfstafn og
fyrst er ég man torfstöplar milli glugganna
og ofan við þá, sem síðar var rifíð og sett þil
að sunnan.
Mynd I er af fyrsta bænum sem ég man
eftir, það er að segja: skemma, bæjardyr og
stofa en faðir minn byggði baðstofúna upp á
fyrstu ámm sínum hér í Möðrudal um 1880.
Hann bjó hér í Möðrudal frá 1875 til 1878,
þá fluttist hann að Ljósavatni og var þar 2 ár
til 1880, þá fluttist hann aftur hingað og bjó
hér til dauðadags 1916. Aðalbjörg systir mín
og ég fæddumst á Ljósavatni. Eg var 18 vikna
er ég var fluttur í kassa á klár og Aðalbjörg á
móti, á öðru ári. Svo fæddust hér í Möðrudal
systkini mín öll, Sigurður, Jakobína (dó ung),
María, Einar eldri (dó ungur), Einar yngri og
Hróðný. Árið 1893 var þetta framhús byggt
sem hér sést á mynd II, en þá vom rifín stofan,
bæjardyr og skemman en baðstofan látin
standa þar til hún var rifín 1918 og byggð úr
steini sem nú er, þá þetta er skrifað 1937. Það
brann veturinn 1943. (Innskot 1943).
Frambærinn var rifínn 1893, stofa, bæjar-
dyr og skemma, búri breytt í kúahlöðu, en
eldhús og fjós stóð til 1918 er allt var byggt úr
steini. Nýtt íbúðarhús, fjós og mykjuhús, sem
klárað er við að fullgjöra árið 1937. Beljur
settar í fjósið vorið 1937 hverjir sem þess njóta
147