Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 74
Múlaþing
Prédikunarstóll frá Bœ á Rauðasandi, útskorinn og
málaður af Jóni Greipssyni 1617 (Þjms. 3079). Jón
lærði gœti hafa séð stólinn á árunum sem hann hélt til
á Rifi á Snœfellsnesi 1621-1627. Ljósmvnd: Þjóðminja-
safn.
hafi smíðað og málað altaristöfluna sem
og prédikunarstólinn og fleira skrautverk
í kirkjunni, eins og fram kemur í frásögn
Olafs Olaviusar frá árinu 1776.2 Þar segir
hann m.a. að aftan á altaristöfluna sé skorið
nafn Jóns lærða og ártalið 1643. I ritgerð
sem birtist í bókinni I sporJóns lærða3 gerði
ég tilraun til að fylgja þessum verkum Jóns
eftir, ásamt með Maríulíkneskjum sem voru
í Hjaltastaðakirkju í hans tíð. Studdist ég
þar við vísitasíugjörðir prófasta og biskupa
frá 17.-19. öld, frásögn Olaviusar frá 1776
og fornleifaskýrslu Hjörleifs Þorsteinssonar
prests á Hjaltastað frá árinu 1818.4 Af nefndum
gögnum ályktaði ég m.a. að altaristafla Jóns
hafi verið til staðar í kirkjunni fram undir
lok 18. aldar, prédikunarstóllinn hins vegar
verið í notkun til ársins 1846, en þá verið
seldur við endurbyggingu kirkjunnar og nýr
fenginn í staðinn.
Eftir að þetta var skrifað hefur við frekari
skoðun á vísitasíubókum Hjaltastaðakirkju og
fleiri heimilda komið í ljós að prédikunarstóli
Jóns lærða var fargað þegar árið 1796, og í
stað hans kom stóll úr Skriðuklausturskirkju,
sem formlega var aflögð árið 1792. Verður
hér fýrst vikið að afdrifum þess fyrmefnda
og síðan greint frá því helsta sem vitað er um
stólinn og ljósahjálminn frá Skriðu.
Stóll Jóns lærða fúnar
undir lekum glugga
Jón Arnason biskup vísiteraði kirkjuna á
Hjaltastað árið 1727 og segir hana spánýja,
en haldið hafði verið fyrri stærð hennar og
lögun, þannig að um endurgerð var að ræða.
Yfir prédikunarstól við suðurvegg kirkjunnar
er þá vænn gluggi með tólf rúðum, annar
yfir altaristöflu og sá þriðji á dyrum yfir
vesturgafli. Hjörleifur Þórðarson prestur á
Valþjófsstað var prófastur í Norður-Múlasýslu
á ámnum 1747-1770 og vísiteraði oft kirkjuna
á Hjaltastað. Lýsingar hans bera vott um
versnandi ástand hennar, þakið gisið og rúður
í gluggum brákaðar eða brotnar.5 Nánar segir
frá þessu í vísitasíu Páls Magnúsonar prófasts
1786:
Glergluggi er yfir altari hvar af ein rúða er
brotin og bætt. Item er yfir prédikunarstól
glergluggi allur brotinn og þarf annan. ...
2 Ólafur Olavius. OekonomiskReise igennem... Island. Ki^benhavn 4 Frásögur umfornaldarleifar 1817-1823. Fyrri hluti. Sveinbjöm
1780, s. 629. íslenzk þýðing: Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Rafnsson bjó til prentunar. Hjaltastaður. Reykjavík 1983, s.
Ferðabók 2. bindi. Reykjavík 1965, s. 232. 49-50.
3 Hjörleifur Guttormsson. Afdrif kirkjustreytinga Jóns lærða. 7 5 Þjóðskjalasafn. Norður-Múlaprófastdæmi AA/1. Hjaltastaður
sporJóns lœrða. Reykjavík 2013, s. 175-196. 1768.
72