Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 57
Úr æviminningum Kristjáns Jónssonar Vopna
Hallormsstað, á besta aldri [1885, 34 ára].
Það getur enginn um það sagt hvað mikið
Austfirðingar misstu þegar hann féll frá, en
það er augljóst að hefði honum enst aldur og
heilsa þá væri hann sjálfkjörinn foringi í öllum
framfaramálum. Ég þekkti það að hann lét sig
allt þessháttar miklu skipta, með brennandi
áhuga og góðri yfirsýn yfir gang málanna.
Ég var í fræðsluleit þegar ég réðist til Páls
að Hrafnsgerði. Ég vissi að hann var vanur að
hafa pilta til kennslu á vetrum. Það samdist
svo að ég fengi kennslu í þeim frístundum
sem ég hafði frá öðrum verkum. Annað kaup
hafði ég ekki. Hjá honum var ég í tvö ár með
þessum skilmálum. Páll var ágætur kennari.
Það var heimskur maður sem ekki gat haft
gagn af tilsögn hans. Hann keypti öll helstu
blöð og tímarit, sem þá voru gefm út, og hélt
því fast að okkur unglingunum að lesa það
allt. Þá varísafoldað byrja að koma frá Bimi
Jónssyni. Ég heyrði þá lærðu mennina hafa
mestu tröllatrú á honum og blaði hans.
Þegar ég á gamals aldri renni augunum yfír
liðinn tíma, þá undrast ég það hvað menn á
þeim tíma voru yfirleitt nægjusamir. Ég vil
taka Hrafnsgerðisheimilið til dæmis í þessum
efnum. Það mátti teljast með stærri heimilum.
Þar bjó lærður maður, sem hafði á hendi rit-
stjóm blaðsins Austra og kenndi piltum ýmsar
fræðigreinir. Þar bjó og prestsfrú, sem maður
skyldi ímynda sér á nútíma mælikvarða að
hefði gert nokkrar kröfur til þæginda lífsins.
Húsakynnum í Hrafnsgerði var þannig
háttað, að það var baðstofa, byggð uppi og
niðri. I öðmm enda baðstofunnar uppi var
ofurlítil húskytra, um 3 álnir á lengd. Þetta
var kallað skólahús. Þar kenndi Páll piltum
sínum, þetta 2 til 3 klukkutíma að vetrinum
til, en plássið var ekki meira en það, að sjálfur
varð hann alltaf að standa, gat aðeins hreyft
sig ofurlítið aftur og fram. Svo kom miðbað-
stofan, þar sem fólk sat við vinnu sína. í hinum
enda baðstofunnar var íbúð þeirra Páls og frú
Guðríðar, stjúpu hans, ásamt Björgvin syni
hennar. Ég geri ráð fyrir að þetta hafí verið
um 5 álna herbergi á lengd. Á herberginu voru
2 tveggja rúðu gluggar, heldur í stærra lagi.
Við stafn, undir öðrum glugganum, var rúm
Páls, og við það stóð skrifpúlt um 1 alin á
breidd. Á móti hans rúmi, undir hinni hliðinni,
svaf Björgvin hálfbróðir hans, en bak við
hurðina var rúm frú Guðríðar. Mig minnir að
í herberginu væri einn stóll. Þetta var íbúð og
skrifstofa þessarar heldri ijölskyldu um 1880.
Við þetta púlt skrifaði hann ritstjórnargreinar
í Austra, og á því lágu blöð og tímarit sem
honum voru send. Niðri var baðstofan þiljuð
í tvennt; fyrir framan var herbergi sem piltar
sváfu í, en fýrir innan stofuhús af sömu stærð
og íbúðin uppi.
Frammi í bænum var bæjardyraloft, sem
notað var til geymslu á hirslum og fatnaði. í
baðstofunni var enginn ofn og engin eldavél;
um það leyti voru þær ekki komnar. Allt eldað
á hlóðum í frammieldhúsi. Matarskömmtun
fór fram í búri, og hverjum einum borinn sinn
matur í skálum og diskum. Ekkert sameigin-
legt borðhald. Margir áttu homspæni, en þar
var ekki nema einn askur sem skammtað var í;
hann tók víst 4 merkur og var kallaður Bobbi.
Átti karl hann á heimilinu, sem Ámi hét.
Um þetta leyti var byrjað ofurlítið að
nota olíu til ljósa. í baðstofunni var einn lítill
hengilampi; mun hafa verið 8 lína flatbrennari,
sem kallað var. Hann var náttúrulega aldrei
verkaður, og ósaði þessvegna, svo menn voru
oft hræddir um sprengingar. Svo hafði Páll
leslampa (fótlampa með hvítum postulíns-
kúppli, heldur lítinn). Frammi við voru alltaf
notaðar kolur. Um það leyti var byrjað að
hafa bankabygg í grauta í stað rúgmjöls, og
talsvert notað af ijallagrösum. Kaffíbrauð
var ekki notað annað en pönnukökur og
kleinur. Jólabrauð þekktist ekki fyrr en þær
komu austur systur, frú Soffía á Ási, kona
55