Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 9
Jón B. Guðlaugsson
„Látið mig segja það sem
sagan þarfnast“
Um orðkynngi Sigfusar Sigfussonar frá Eyvindará (1855-1935)
Segja má með sanni að vegakerfi
Austurlands hafi stórlega breytt um
svip frá því sem gerðist fyrir örfáum
áratugum þegar faðir minn kallaði vegarykið
í Eiðaþinghánni „jóreyk nútímans“. Ekki fer
nú mikið fyrir jóreyknum þeim og farkostimir
sem um malbikið þeysa eru einnig býsna ólíkir
þeim Willys- og Rússajeppum sem vegina
þræddu í æsku minni.
En að fortíð skal hyggja er framtíð skal
byggja sagði skáldið. Og sannlega væri ekki
óhollt þeim sem nú þenja japönsku jeppana
sína um rennislétta vegi Fljótsdalshéraðs að
minnast manns sem eitt sinn fetaði rykuga,
fomga eða skaflsetta slóðakanta þar með tösku
sína á bakinu - og lagði fyrir elju sína, erfiði
og áhuga marga steina í grunninn að því sem
nú má nefna austfirska menningararfleifð.
Rithöfundurinn Guðmundur Gíslason Hagalín
- sem nú er sjálfur á góðri leið að falla í
gleymskunnar dá með íslenskum lesendum
- hefur lýst þessum íbrufróða þuli Austurlands
um áratuga skeið, Sigfúsi Sigfússyni frá
Eyvindará, býsna vel í skrifúm sínum:
Þetta var - að því er mér sýndist, lágur
meðalmaður, lítið eitt lotinn í herðum,
síðhærður og orðinn hvítur á hár, sló þó í
hæmr hnakkans svo sem gulbleikri slikju.
Hann var með gráleitan hattkúf og var
uppbrett barðið skakkt og skælt. Maðurinn
var í bláum, auðsjáanlega mjög upplituðum
jakka, var víst herðamikill, þykkur undir
hönd og miðmjór, því jakkinn virtist slapa,
slettast til og hrukkast, þar sem hann nam
við lend og mjaðmir. Ofarlega á bakinu
bar maðurinn tösku, óvenjulega að lit, lagi
og áferð. Hún var ljósrauð og misrauð,
löng og þykk og efnið smáhrukkað, var
trúlega úr hörðum og þykkum striga og
hafði auðsjáanlega verið máluð rauð.
Maðurinn gekk hægum, löngum og
háttbundnum skrefum, var á hörðum
og þykkum sólum, því mjög kvað við í
þjöppuðum og þurrkhertum leir götunnar
við hvert spor. Þessi roskni maður gekk
við ljósan krókstaf og pjakkaði honum
allfast í leirinn við hvert fótmál, eins og
hann vissi sig ganga á launhálum klaka.
Ekki leit hann um öxl, en herti gönguna.
Ég var viss um að ég hafði ekki áður séð
7