Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Síða 9

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Síða 9
Jón B. Guðlaugsson „Látið mig segja það sem sagan þarfnast“ Um orðkynngi Sigfusar Sigfussonar frá Eyvindará (1855-1935) Segja má með sanni að vegakerfi Austurlands hafi stórlega breytt um svip frá því sem gerðist fyrir örfáum áratugum þegar faðir minn kallaði vegarykið í Eiðaþinghánni „jóreyk nútímans“. Ekki fer nú mikið fyrir jóreyknum þeim og farkostimir sem um malbikið þeysa eru einnig býsna ólíkir þeim Willys- og Rússajeppum sem vegina þræddu í æsku minni. En að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja sagði skáldið. Og sannlega væri ekki óhollt þeim sem nú þenja japönsku jeppana sína um rennislétta vegi Fljótsdalshéraðs að minnast manns sem eitt sinn fetaði rykuga, fomga eða skaflsetta slóðakanta þar með tösku sína á bakinu - og lagði fyrir elju sína, erfiði og áhuga marga steina í grunninn að því sem nú má nefna austfirska menningararfleifð. Rithöfundurinn Guðmundur Gíslason Hagalín - sem nú er sjálfur á góðri leið að falla í gleymskunnar dá með íslenskum lesendum - hefur lýst þessum íbrufróða þuli Austurlands um áratuga skeið, Sigfúsi Sigfússyni frá Eyvindará, býsna vel í skrifúm sínum: Þetta var - að því er mér sýndist, lágur meðalmaður, lítið eitt lotinn í herðum, síðhærður og orðinn hvítur á hár, sló þó í hæmr hnakkans svo sem gulbleikri slikju. Hann var með gráleitan hattkúf og var uppbrett barðið skakkt og skælt. Maðurinn var í bláum, auðsjáanlega mjög upplituðum jakka, var víst herðamikill, þykkur undir hönd og miðmjór, því jakkinn virtist slapa, slettast til og hrukkast, þar sem hann nam við lend og mjaðmir. Ofarlega á bakinu bar maðurinn tösku, óvenjulega að lit, lagi og áferð. Hún var ljósrauð og misrauð, löng og þykk og efnið smáhrukkað, var trúlega úr hörðum og þykkum striga og hafði auðsjáanlega verið máluð rauð. Maðurinn gekk hægum, löngum og háttbundnum skrefum, var á hörðum og þykkum sólum, því mjög kvað við í þjöppuðum og þurrkhertum leir götunnar við hvert spor. Þessi roskni maður gekk við ljósan krókstaf og pjakkaði honum allfast í leirinn við hvert fótmál, eins og hann vissi sig ganga á launhálum klaka. Ekki leit hann um öxl, en herti gönguna. Ég var viss um að ég hafði ekki áður séð 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.