Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 86
Múlaþing
verður sjónum því beint að starfsemi Austra
og Austurlands, einkum þó að tildrögum
þess að útgáfu beggja blaða var hætt í byrjun
þessarar aldar.
Stutt ágrip af sögu blaðaútgáfu
á Austurlandi
Utgáfa prentaðra blaða á Austurlandi hófst
á Eskifirði árið 1877 með útgáfu Skuldar,
en ritstjóri þess blaðs var Jón Olafsson síðar
alþingismaður og hálfbróðir Páls Olafssonar
skálds og alþingismanns. Skuld var gefín út
í þrjú ár en í október 1880 kom síðasta tölu-
blaðið út. Þar með lauk starfsemi prent-
smiðjunnar á Eskifirði en nýir eigendur fluttu
hana til Seyðisijarðar og hófu þar í árslok
1883 útgáfu blaðsins Austra (1883—1888).3
Aukinn kraftur komst í austfirska blaðaútgáfú
á síðasta áratug 19. aldar. Þá hófst útgáfa
Austra (1891-1917), Framsóknar (1895-
1901) og Bjarka (1896-1904), en öll voru
þau blöð gefín út á Seyðisfirði. A þessum
árum komu að útgáfu blaða á Austurlandi
einstaklingar sem áttu síðar eftir að verða
landsþekktir. Auk Jóns Olafssonar, sem áður
var nefndur, má í því sambandi geta Þorsteins
Erlingssonar skálds og Þorsteins Gíslasonar
ritstjóra.4 Útgáfa svæðisblaða á Austurlandi
var næsta samfelld fram til ársins 1930, þegar
Hœnir (1923-1930) hætti að koma úf.
Arið 1951 var prentsmiðjan Nesprent
stofnuð í Neskaupstað og sama ár var
vikublaðið Austurland stofnað í bænum. Það
reis á grunni samnefnds málgagns norðfírskra
sósíalista sem gefíð var út á árunum 1942-
1949. Aðalfrumkvöðull að stofnun Austur-
lands var Bjarni Þórðarson bæjarstjóri í
I. ár.
„SKULD“
stærsta
hlað á Islamli
Ritstjóri Jón Ólafsson.
Árgangrinn er 40 Nr., auk þess að
ljcver kaupandi fær dálítið kver ókejp-
is í nýársgjöf. — Verðið er 4 Ki ■
um árið og greiðist í haustkauptíð
(innan októberloka):
b'rá pessum tíma til nýárs
1878 eiga að koma út 20 Nr.
og svo nýársgjöfin, og kostar
petta 2 Kr.
Til ol'í fíuA i
Auglýsing á forsíðu jyrsta tölublaðs Skuldar árið 1877.
Blaðið var hið fyrsta sem gefið var út á Austurlandi.
Það var þó ekki eiginlegt svœðisblað heldur
landsmálablað og var það kynnt fyrir lesendum sem
íslenskt þjóðmenningarblað fyrir fréttir, stjórnmál,
landshagsmál, fróðleik, skemmtun ogýmsar ritgjörðir.
Neskaupstað. Hann starfaði við útgáfu blaðs-
ins í 30 ár.5
Arið 1956 hófAustri svo göngu sína. Blaðið
var gefíð út í Neskaupstað og kom út hálfs-
mánaðarlega til að byrja með. Framsóknar-
menn stóðu að útgáfunni og sóttu þeir nafn
blaðsins til eldri blaða með sama nafni, sem
áður höfðu verið gefín út á Austurlandi.6
Austri flutti starfsemi sína í Egilsstaði árið
1976 og var gefmn út þar allt til þess er blaðið
3 Jón Þ. Þór: „Upphaf prentlistar á Austurlandi. Jón Ólafsson og
Skuldarprentsmiðja“, Tímarit Máls og menningar, 3.-4. h., 31.
árg. (1970), s. 319-320 og 350 (s. 318-352).
4 Böðvar Kvaran: Auðlegð Islendinga. Brot úr sögu íslenzkrar
bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu fram á þessa öld, Hið
íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1995, s. 203-210.
5 Guðjón Friðriksson: Nýjustu fréttir! Sagafjölmiðlunar á Islandi
frá upphafi til vorra daga, Iðunn, Reykjavík 2000, s. 185.
6 [ An höíimdar] „Fylgt úr hlaði“, Austri, 1. tbl., 1. árg. (1. nóvember
1956), s. 1.
84