Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 161
Ritfregnir
Árbók F. í. 2013 - Norðausturland
Vopnafjörður, Strönd, Langanes, Þistilfjörður,
Slétta, Núpasveit, Öxarfjörður og Hólsfjöll
Höfundur: Hjörleifur Guttormsson
Ritstjóri: Jón Viðar Sigurðsson
Utgefandi: Ferðafélag Islands
Umbrot: Daníel Bergmann
Prentun: Prentsmiðjan Oddi
Allt frá árinu 1928 hefur Ferðafélag íslands gefið
út árbók þar sem fjallað hefur verið ítarlega um
tiltekið landssvæði. Fyrir tveimur árum fjallaði
árbók Fl um Norðausturland, allt frá Vopnafírði til
Þistilfjarðar. Höfundur hennar er Hjörleifur Guttormsson
en hann hefur áður skrifað árbækur FÍ sem fjallað hafa um Austurland. Hjörleif
þarf vart að kynna. Hann hefur á undanfömum áratugum skrifað hátt á áttunda tug bóka og
greina, flestar um náttúm Austurlands, umhverfísmál eða sögu.
Árbækur Ferðafélagsins hafa undanfarin ár verið mjög vönduð rit, í fallegri kápu og
ríkulega myndskreyttar. I nútíma samfélagi þar sem allt byggist á hraða og myndrænu formi
skiptir einmitt miklu máli að textinn sé hnitmiðaður og myndimar margar. Sú bók sem hér
er til umfjöllunar hefur þessa eiginleika svo sannarlega. Hún er hin vandaðasta að allri gerð,
ítarlegum texta skipt í stutta hnitmiðaða kafla og fallegar myndir á hverri opnu. Það sem gerir
bókina kannski að enn meiri dýrgrip en ella er sú staðreynd að til þessa hefúr lítið verið ritað um
náttúm og sögu Norðausturlands á aðgengilegan hátt. Þess vegna er hún einstaklega kærkomin
öllum þeim sem áhuga hafa á því landshomi eða náttúru og sögu landsins yfírleitt. Að ekki
sé talað um þvílíkt þarfaþing bók sem þessi getur verið á ferðalögum um viðkomandi svæði.
Svæðið sem bókin fjallar um í máli og myndum er norðausturhom landsins, Vopnaljörður,
Strönd, Langanes, Þistilfjörður, Slétta, Núpasveit, Öxaríjörður og Hólsijöll. Svæði sem geymir
meiri sögu en flest önnur landssvæði enda hefur byggðaþróun þessa landshoms verið heldur
dapurleg undanfama áratugi. Fólksfækkun hefur óvíða verið meiri, jarðir hafa farið í eyði og
eftir standa grónar tættur eða yfírgefm hús. Hvert um sig dýrmætur minnisvarði um byggð
sem eitt sinn var. Hér er ekki ætlunin að kryija til mergjar ástæður byggðaþróunar í landinu
þótt vissuleg ástæða sé til að velta henni fyrir sér. Svo virðist sem flest þau landsvæði sem
lengst era frá höfuðborgarsvæðinu eigi í vök að verjast, þrátt fyrir fögur fyrirheit og eflaust
góðan vilja stjómvalda. Aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins er sterkt, því er mikilvægt að
sveitarfélög á landsbyggðinni standi saman ef þau á annað borð vilja spoma gegn því gífurlega
aðdráttarafli. Lausnin er ekki stóriðja í hverjum fírði, heldur fjölbreyttari atvinnutækifæri
sem gætu t.d. falist í bættum samgöngum og bættu netsambandi í afskekktari byggðalögum.
159