Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 93
Tilvistarkreppa og hægfara dauðastríð
Smári Geirsson átti sceti í ritnefndAusturlands frá 1980
og til loka útgáfu blaðsins, eða í rúm 20 ár. Hann tók
aukþess nokkrum sinnum á þessu tímabili að sér ritstjórn
blaðsins. Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson. Eigandi
myndar: Austurglugginn.
Austurlands minnast afskipta af ritstjórn
blaðsins en segjast báðir hafa upplifað það
sem aðhald fremur en að í því hafí falist ógn
við ritstjómarlegt sjálfstæði.24 Svarendur úr
hópi fyrrum starfsmanna Anstra kannast ekki
við bein afskipti fulltrúa eigenda blaðsins
af ritstjóm þess.25 Aðspurðir um óbein áhrif
segja svarendur að þau sé erfítt að meta. Til-
vist ritnefnda/blaðstjóma og það að málefni
blaðanna væru til umræðu á fundum kjör-
dæmisfélaga flokkanna voru starfsmönnum að
sjálfsögðu vel kunn sem og viðhorf forsvars-
24 Spurningakönnun. Svar Aðalbjöms Sigurðssonar, 30. september
2013; Svar Steinþórs Þórðarsonar, 19. september 2013.
25 Spurningakönnun. Svar Sólveigar Dagmar Bergsteinsdóttur,
29. september 2013; Svar Halldóru G. Guðlaugsdóttur, 22.
september 2013.
manna viðkomandi flokka í kjördæminu til
þjóðmála og málefna er snertu Austurland
sérstaklega.
Jón Kristjánsson segir að þegar hann hóf
aðkomu að útgáfustarfí hafí málgögn stjórn-
málaflokkanna enn verið allsráðandi í íslensk-
um blaðaheimi. En á 8. og 9. áratugnum hafí
flokksmálgögnin þróast, farið frá því að vera
hörð pólitísk málgögn í að vera almennari
og opnari. Hann minnist þess að hafa á fyrri
ámm fengið skammir fyrir að hleypa pólitísk-
um andstæðingum í Austra með greinar en
undir lok útgáfu blaðsins þótti slíkt sjálfsagt.26
Hin pólitíska umgjörð blaðanna var þeim
bæði styrkur og veikleiki. Styrkur í því tilliti
að blöðin áttu sér ákveðið bakland í flokkun-
um en veikleiki gagnvart tiltrú samfélagsins
sem m.a. birtist í því að sumir auglýsendur
veigruðu sér við að auglýsa í blöðunum af ótta
við að fá á sig pólitískan stimpil.27 Þó áhrif
stjórnmálanna á útgáfu Austra og Austur-
lands fæm minnkandi með árunum þá reyndu
blöðin ekki að leyna uppmna sínum og hann
markaði viðhorf margra íbúa til þeirra, bæði
á jákvæðan og neikvæðan hátt.
Tilburðir til að sameina kraftana
Arið 1995 vom 15 svæðisblöð starfandi í land-
inu og af þeim töldust f3 óháð stjómmála-
flokkum. Einu flokksmálgögnin í þessum hópi
sem enn lifðu voru Austri og Austurland.2%
í spurningakönnuninni var m.a. spurt um
orsakir þess að útgáfu Austra og Austurlands
var hætt. Smári Geirsson bendir á að erfíðara
hafí orðið eftir því sem nær dró aldamótum
að ná í auglýsingar í Austurland. Aður fyrr
þekkti fólk varla annað en flokkspólitísk
málgögn, bæði landshlutablöð og dagblöð,
26 Viðtal. Höfundur við Jón Kristjánsson, 4. nóvember 2013.
27 Viðtal. Höfundur við Jón Kristjánsson, 4. nóvember 2013;
Spurningakönnun. Svar Haraldar Bjarnasonar, 26. september
2013; Svar Aðalbjöms Sigurðssonar, 30. september 2013.
28 Vef. Þröstur Emir Viðarsson: „Héraðsfréttablöð“, s. 16.
91