Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 139

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 139
Sandvíkurstóðið var hrifinn af folanum og vildi eignast hann en Guðjón taldi að finna mætti efnilegri hesta en Léttfeta. Löngu síðar, er rætt var um Léttfeta og hans misjöfnu hæfileika, sagði Sigfús: „Hann hefði orðið góður hjá mér;... .hann var svo vitur að hann hefði getað tekið landspróf.“ Litli- og Stóri-Skjóni Á Skorrastað voru til tveir skjóttir folar feng- nir úr Sandvík. Voru þeir fljótlega nefndir Litli-Skjóni og Stóri-Skjóni sökum stærðar- munar í byrjun. Þegar þeir uxu upp varð Litli- Skjóni miklu stærri hestur en Stóri-Skjóni, en það breytti því ekki að þeir héldu nöfnum sínum alla tíð þótt stundum örlaði á mis- skilningi vegna þessa. Litli-Skjóni var eignaður Þórði Júlíussyni, þá ungum dreng. Þegar Þórður er á sjöunda ári var það einhverju sinni að nýbúið var að járna Litla-Skjóna, þá lítt taminn. Að lokinni járningu ætlaði Þórður að stugga við honum til að sjá hvað hann gæti hlaupið hratt út í hagann. Skjóni sló hann þá svo illa í höfúðið að flytja þurfti Þórð á sjúkrahús með mölbrotna höfuðkúpuna og var honum vart hugað líf svo dögum skipti. Læknum tókst þó að búa svo um að höfuðkúpa Þórðar gréri aftur saman og segist Þórður enn bera merki Litla-Skjóna á höfðinu. Áfram bar á því að Litli-Skjóni vildi verja sig þannig með afturendanum og þurfti ætíð að gæta sín í umgengni við hann. Stóri-Skjóni var hins vegar traustur seigluhestur og oft lánaður Sandvíkursmölum til að bera trúss þegar þeir fóru í göngur þar suðurfrá á haustin. Glaður Bjami Einarsson frá Stóra-Steinsvaði keypti bleikskjóttan fola úr Sandvíkurstóðinu af Þorsteini kaupfélagsstjóra sem hann tamdi og nefndi Glað. Þá er það eitt sinn eftir að Bjami hafði náð að móta hestinn bærilega að Þorsteinn kemur ríðandi í Stóra-Steinsvað og segir við Bjarna að sig langi til að sjá Sandvíkurstóðið rennur heim til Skuggahlíðar í síðasta sinn haustið 1966. Ljósmynd: Herdís Guðjónsdóttir. þann skjótta undir manni. Það verður úr að Bjarni leggur á folann og fylgir Þorsteini á leið. Á leiðinni fylgdist Þorsteinn grannt með ganglagi Glaðs, og þegar þeir koma inn undir Gröf í Eiðaþinghá stoppa þeir og stíga af baki. Þorsteinn falast þá eftir folanum, en Bjarni hafði ekki hugsað sér að selja hann að svo búnu. Þorsteinn sem augsjáanlega var staðráðinn í því að eignast folann aftur býður þá Bjama hest í skiptum og væna milligjöf í peningum. Bjami sagði síðar að slíku tilboði hefði verið erfitt fyrir ungan mann að hafna og réði það úrslitum að hann gaf eftir folann. Að því loknu kvöddust þeir og Bjami reið heim á nýjum hesti en Þorsteinn hélt áfram för sinni á þeim skjótta. Lokkur Einn þeirra fola sem úr Sandvíkinni komu var Lokkur, fallegur, dökkjarpskjóttur Skjóna- sonur, sem Páll Hjarðar bóndi í Hjarðarhaga keypti á fyrstu árum Sandvíkurræktunar og gaf Þorvaldi syni sínum. Lokkur var taminn á Egilsstöðum 1963 af Hallgrími Bergssyni og Bjarna Einarssyni og reyndist þægi- legur, töltgengur reiðhestur fyrir hvern sem var. Lokkur var bæði gæfur og hrekklaus hestur og oft brugðu krakkar í Hjarðarhaga sér á bak honum ef hann var að bíta nálægt bænum. Þegar Lokkur var búinn að fá nóg af 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.