Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Síða 139
Sandvíkurstóðið
var hrifinn af folanum og vildi eignast hann en
Guðjón taldi að finna mætti efnilegri hesta en
Léttfeta. Löngu síðar, er rætt var um Léttfeta
og hans misjöfnu hæfileika, sagði Sigfús:
„Hann hefði orðið góður hjá mér;... .hann var
svo vitur að hann hefði getað tekið landspróf.“
Litli- og Stóri-Skjóni
Á Skorrastað voru til tveir skjóttir folar feng-
nir úr Sandvík. Voru þeir fljótlega nefndir
Litli-Skjóni og Stóri-Skjóni sökum stærðar-
munar í byrjun. Þegar þeir uxu upp varð Litli-
Skjóni miklu stærri hestur en Stóri-Skjóni,
en það breytti því ekki að þeir héldu nöfnum
sínum alla tíð þótt stundum örlaði á mis-
skilningi vegna þessa.
Litli-Skjóni var eignaður Þórði Júlíussyni,
þá ungum dreng. Þegar Þórður er á sjöunda
ári var það einhverju sinni að nýbúið var
að járna Litla-Skjóna, þá lítt taminn. Að
lokinni járningu ætlaði Þórður að stugga við
honum til að sjá hvað hann gæti hlaupið hratt
út í hagann. Skjóni sló hann þá svo illa í
höfúðið að flytja þurfti Þórð á sjúkrahús með
mölbrotna höfuðkúpuna og var honum vart
hugað líf svo dögum skipti. Læknum tókst
þó að búa svo um að höfuðkúpa Þórðar gréri
aftur saman og segist Þórður enn bera merki
Litla-Skjóna á höfðinu.
Áfram bar á því að Litli-Skjóni vildi verja
sig þannig með afturendanum og þurfti ætíð
að gæta sín í umgengni við hann. Stóri-Skjóni
var hins vegar traustur seigluhestur og oft
lánaður Sandvíkursmölum til að bera trúss
þegar þeir fóru í göngur þar suðurfrá á haustin.
Glaður
Bjami Einarsson frá Stóra-Steinsvaði keypti
bleikskjóttan fola úr Sandvíkurstóðinu af
Þorsteini kaupfélagsstjóra sem hann tamdi
og nefndi Glað. Þá er það eitt sinn eftir að
Bjami hafði náð að móta hestinn bærilega
að Þorsteinn kemur ríðandi í Stóra-Steinsvað
og segir við Bjarna að sig langi til að sjá
Sandvíkurstóðið rennur heim til Skuggahlíðar í síðasta
sinn haustið 1966. Ljósmynd: Herdís Guðjónsdóttir.
þann skjótta undir manni. Það verður úr að
Bjarni leggur á folann og fylgir Þorsteini
á leið. Á leiðinni fylgdist Þorsteinn grannt
með ganglagi Glaðs, og þegar þeir koma inn
undir Gröf í Eiðaþinghá stoppa þeir og stíga
af baki. Þorsteinn falast þá eftir folanum, en
Bjarni hafði ekki hugsað sér að selja hann
að svo búnu. Þorsteinn sem augsjáanlega var
staðráðinn í því að eignast folann aftur býður
þá Bjama hest í skiptum og væna milligjöf í
peningum. Bjami sagði síðar að slíku tilboði
hefði verið erfitt fyrir ungan mann að hafna
og réði það úrslitum að hann gaf eftir folann.
Að því loknu kvöddust þeir og Bjami reið
heim á nýjum hesti en Þorsteinn hélt áfram
för sinni á þeim skjótta.
Lokkur
Einn þeirra fola sem úr Sandvíkinni komu var
Lokkur, fallegur, dökkjarpskjóttur Skjóna-
sonur, sem Páll Hjarðar bóndi í Hjarðarhaga
keypti á fyrstu árum Sandvíkurræktunar og
gaf Þorvaldi syni sínum. Lokkur var taminn
á Egilsstöðum 1963 af Hallgrími Bergssyni
og Bjarna Einarssyni og reyndist þægi-
legur, töltgengur reiðhestur fyrir hvern sem
var. Lokkur var bæði gæfur og hrekklaus
hestur og oft brugðu krakkar í Hjarðarhaga
sér á bak honum ef hann var að bíta nálægt
bænum. Þegar Lokkur var búinn að fá nóg af
137