Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 95
Tilvistarkreppa og hægfara dauðastríð
Hugmynd Smára má skilja svo að hann
hafí séð fyrir sér nýtt blað sem stjómmála-
flokkar stæðu að baki en væri engu að síður
„óháð“ í því tilliti að það nyti fulls ritstjómar-
legs sjálfstæðis og pólitísk skrif yrðu einungis
í formi innsendra greina, ekki leiðara eða
fastra pistla. Undirliggjandi er sú von að með
þessu formi útgáfu muni skapast samkeppni
milli stjómmálaflokkanna að koma skoðunum
sínum á framfæri á sameiginlegum vettvangi
og það muni auka virkni flokksmanna við
greinaskrif og e.t.v. áhuga almennings á stjóm-
málum.
A áðumefndum aðalfundi kjördæmisráðs-
ins var ritnefnd Austurlands falið að taka
útgáfúna til gagngerrar endurskoðunar m.t.t.
þróunar í ijölmiðlun á undanfömum ámm. Ari
síðar (1990) var óskað heimildar til að halda
áfram þreifingum um stofnun fjórðungsblaðs.
Þær viðræður virðast hins vegar hafa mnnið
út í sandinni því árið 1991 er á aðalfundi
kjördæmisráðsins bókað að endurskoða þurfí
rekstur Austurlands. Sameiginleg útgáfa er
þar ekki nefnd.
Umræðan heldur áfram
í fundargerðum blaðstjómaryfz«fra á 10. ára-
tugnum sér þess reglulega stað að upp koma
umræður um breytingar á rekstrarfyrirkomu-
lagi blaðsins. Rætt var um stofnun hlutafélags
um útgáfuna og eins voru uppi raddir innan
raða Kjördæmissambands Framsóknarflokks-
ins að hætta útgáfu Austra eða koma henni af
sér á einhvem hátt.34 Svipaðar umræður áttu
sér stað innan Kjördæmisráðs Alþýðubanda-
lagsins en strax árið 1992 var því hreyft á
þeim vettvangi hvort stofna ætti hlutafélag
um rekstur blaðsins.35
34 HerAust: Stofii 39, Fra 2 (2).
35 HerAust: Stofn 14, Alþb. 7 (1).
Umræða um nýtt fjórðungsblað skaut aftur
upp kollinum um miðjan 10. áratuginn. Á
aðalfundi kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins
í október 1995 vom málefni Austurlands til
umræðu og þar kom á ný fram sú skoðun að
sameina ætti Austurlandog Austra. Rökin em
gamalkunnug en bent er á að slík blaðaútgáfa
væri líkleg til að efla samfélagsumræðu og að
hún kæmi ekki í veg fyrir sérstaka blaðaútgáfu
stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga.36
Tveimur árum síðar kom málið aftur til tals
á aðalfundi kjördæmisráðs og er þá bókað
að sameiningarviðræður milli Austurlands
og Austra séu í gangi.37
En hver vora viðhorf starfsmanna blaðanna
til hugmynda um sameiningu þeirra? Steinþór
Þórðarson, sem var ritstjóri Austurlands á
árunum 1995-1997, lýsir stöðunni í austfirskri
blaðaútgáfu um miðjan 10. áratuginn svo:
Austri hafði barist við fjárhagsvanda en
Austurlandi hélst illa á ritstjórum. Strax
í minni tíð var komin upp sameiningar-
umræða og meira að segja var nafnið „Austur-
glugginn“ komið í umræðuna strax þá.
Þessi umræða var drifin áfram af starfsfólki
blaðanna sem sá fyrir sér miklu skemmti-
legri dínamík í einu öflugu blaði. Eftir
talsvert rennerí á ritstjórum á Austurlandi
þá held ég að það hafi verið farið að minnka
talsvert á batteríunum hjá baklandi Austur-
lands. Sama fólkið var búið að standa í
þessu ansi lengi og það höfðu skipst á
skin og skúrir.38
Þessi orð Steinþórs varpa nokkru ljósi á þann
vanda sem blöðin áttu við að etja og var einn
helsti hvati þess að forsvarsmenn þeirra ræddu
36 HerAust: Stofii 14, Alþb. 7(1).
37 HerAust: Stofn 14, Alþb. 7 (2) [fundargerðabók kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins á Austurlandi 1996-1999].
38 Spurningakönnun. Svar Steinþórs Þórðarsonar, 19. september
2013.
93