Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 44
Múlaþing
Fólkið á eyjunum horfir til hafs
og hrópar og bliknar við:
„Væri það ekki svo fáliðað far
Þá færi þar Hund-Tyrkjans lið“.
A borðum snekkjunnar beljar sjór,
Það brakar í stokkum og rá.
En hitt skipið hverfur, þá Færeyja fjöll
í fjarskanum hníga í sjá.
Og átta daga er hann Ami á sjó,
Þá eygir hann hólmann sinn
og stýrir í gegnum boða og brim
á breiðan Vopnafjörð inn.
Hann kallar á skipsins Kappa þrjá:
„komið, og eigið nú gott
með hendur tómar og hrygga lund
þið héðan ei farið á brott“.
III
Til dómþingsins em nú dagar þrír,
en drjúg er leiðin að Almannagjá.
Samt hyggur 'ann Ami í tæka tíð
að takist sér þangað að ná.
Hann stígur nú fæti á fóstuijörð,
er fyrirmannlegur á velli að sjá.
Hjá kaupmönnum hittir hann bóndann Bjöm
og biður hann hest sér að ljá.
Og Ami mælir við bóndann Bjöm:
„Þig bresta skal aldrei framar seirn
ef fák þú mér ljær, sem mig flytur til þings
á fjórum dægmm og tveim.“
Bjöm er dulur og seinn til svars,
en segir að lokum: „Það er mín trú,
að bráð sé mjög lundin þín, biskups son,
því bamslega talarðu nú.“
Þá mælir hann Ami við bóndann Bjöm:
„Ég bið þig um hest en ekki ráð.
Þá skemmstu leið yfir fjöllin ég fer,
því framgjöm er lund mín og bráð.
Þingmanna-leið ekki þræða ég mun,
en þreyta vil reið yfir öræfin há.
Frá konungi vomm ég kveðju ber
til kempunnar Herlúff Daa.“
Hest veit ég neinn,“segir bóndinn Bjöm,
„ei betri-en þolið reyna skal-
en Högna, folann hans Höskuldar
á Hákonarstöðum á Dal.“
Svo Rauð minn nú tak þú og reiðtygin góð,
og ríddu í dag yfir Smjörvatnsfjöll.
Hakkinn ef leggurðu á Högna í nótt,
þá heppnast þér ferðin öll.“
IV
Og Ámi ríður þá löngu leið
sem liggur að Jökuldal.
Frá Vopnaljarðar verslunar-búð
og vakur ber fákur þann hal.
Hann heldur frá búð um hádegismund.
Svo hörð er og mikil hans reið,
að jóreykinn greina þeir glöggt á Dal,
er gengur að náttmálskeið.
Og reynd em lungu Rauðs til fulls,
þó rétt sé hann hesta val:
Hann hnígur niður við hlaðvarpann
á Hákonarstöðum á Dal.
Bóndi stendur við bæjardyr,
brýnir hann hása raust:
„Hví ríður þú, maður, svo geyst um gmnd
sem glópaldi-og miskunnarlaust?"
Þá mælir Ami við gildan garp:
„Ég greið vil að för mín sé,
Því tíðin er naum og leið mín löng
en liggur við mannorð og fé.
Bóndi stendur við bæjardyr,
bermæltur er hann við gest:
„Aldrei þótti það flýta för
að fara sem þræll með hest.“
42