Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 86

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 86
Múlaþing verður sjónum því beint að starfsemi Austra og Austurlands, einkum þó að tildrögum þess að útgáfu beggja blaða var hætt í byrjun þessarar aldar. Stutt ágrip af sögu blaðaútgáfu á Austurlandi Utgáfa prentaðra blaða á Austurlandi hófst á Eskifirði árið 1877 með útgáfu Skuldar, en ritstjóri þess blaðs var Jón Olafsson síðar alþingismaður og hálfbróðir Páls Olafssonar skálds og alþingismanns. Skuld var gefín út í þrjú ár en í október 1880 kom síðasta tölu- blaðið út. Þar með lauk starfsemi prent- smiðjunnar á Eskifirði en nýir eigendur fluttu hana til Seyðisijarðar og hófu þar í árslok 1883 útgáfu blaðsins Austra (1883—1888).3 Aukinn kraftur komst í austfirska blaðaútgáfú á síðasta áratug 19. aldar. Þá hófst útgáfa Austra (1891-1917), Framsóknar (1895- 1901) og Bjarka (1896-1904), en öll voru þau blöð gefín út á Seyðisfirði. A þessum árum komu að útgáfu blaða á Austurlandi einstaklingar sem áttu síðar eftir að verða landsþekktir. Auk Jóns Olafssonar, sem áður var nefndur, má í því sambandi geta Þorsteins Erlingssonar skálds og Þorsteins Gíslasonar ritstjóra.4 Útgáfa svæðisblaða á Austurlandi var næsta samfelld fram til ársins 1930, þegar Hœnir (1923-1930) hætti að koma úf. Arið 1951 var prentsmiðjan Nesprent stofnuð í Neskaupstað og sama ár var vikublaðið Austurland stofnað í bænum. Það reis á grunni samnefnds málgagns norðfírskra sósíalista sem gefíð var út á árunum 1942- 1949. Aðalfrumkvöðull að stofnun Austur- lands var Bjarni Þórðarson bæjarstjóri í I. ár. „SKULD“ stærsta hlað á Islamli Ritstjóri Jón Ólafsson. Árgangrinn er 40 Nr., auk þess að ljcver kaupandi fær dálítið kver ókejp- is í nýársgjöf. — Verðið er 4 Ki ■ um árið og greiðist í haustkauptíð (innan októberloka): b'rá pessum tíma til nýárs 1878 eiga að koma út 20 Nr. og svo nýársgjöfin, og kostar petta 2 Kr. Til ol'í fíuA i Auglýsing á forsíðu jyrsta tölublaðs Skuldar árið 1877. Blaðið var hið fyrsta sem gefið var út á Austurlandi. Það var þó ekki eiginlegt svœðisblað heldur landsmálablað og var það kynnt fyrir lesendum sem íslenskt þjóðmenningarblað fyrir fréttir, stjórnmál, landshagsmál, fróðleik, skemmtun ogýmsar ritgjörðir. Neskaupstað. Hann starfaði við útgáfu blaðs- ins í 30 ár.5 Arið 1956 hófAustri svo göngu sína. Blaðið var gefíð út í Neskaupstað og kom út hálfs- mánaðarlega til að byrja með. Framsóknar- menn stóðu að útgáfunni og sóttu þeir nafn blaðsins til eldri blaða með sama nafni, sem áður höfðu verið gefín út á Austurlandi.6 Austri flutti starfsemi sína í Egilsstaði árið 1976 og var gefmn út þar allt til þess er blaðið 3 Jón Þ. Þór: „Upphaf prentlistar á Austurlandi. Jón Ólafsson og Skuldarprentsmiðja“, Tímarit Máls og menningar, 3.-4. h., 31. árg. (1970), s. 319-320 og 350 (s. 318-352). 4 Böðvar Kvaran: Auðlegð Islendinga. Brot úr sögu íslenzkrar bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu fram á þessa öld, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1995, s. 203-210. 5 Guðjón Friðriksson: Nýjustu fréttir! Sagafjölmiðlunar á Islandi frá upphafi til vorra daga, Iðunn, Reykjavík 2000, s. 185. 6 [ An höíimdar] „Fylgt úr hlaði“, Austri, 1. tbl., 1. árg. (1. nóvember 1956), s. 1. 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.