Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 8

Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 8
6 HEILSUVERND rækileg tæming þeirra efna, sem myndast við lífsbrnn- ann. En þar er það einnig næringin, sem mestu ræður, þótt fleira komi til greina. Ef þessum tveimur skilyrð- um er ekki fullnægt, fer heilbrigðin út um þúfur. Blóð- ið, sem flytur alla næringu um líkamann, verður að vera svo hreint sem kostur er á, ef heilbrigði og vel- líðan á að vera borgið. En þessu er ekki gefirtn sá gaum- ur sem vert væri. Lifandi fæða. Fyrsta næring hvers spendýrsungviðis er mjólkin, og hezt er mjólk þeirrar dýrategundar, sem ungviðið heyrir til. Þannig er brjóstamjólkin eðlilegust fæða ungbarninu, kúamjólkin kálfinum, sauðamjólkin lambinu, kaplamjólkin folaldinu o. s. frv. En móðurmjólkin er því aðeins fullkomlega náttúr- leg og fullkomin fæða, að ungviðið sjúgi liana sjálft með sínum eigin munni, þannig að hún verði ekki fvr- ir neinum áhrifum af loftinu eða öðrum utanaðkom- andi áhrifum. Slik fæða er lifandi á iikan liátt og þeg- ar rándýrið sýgur blóðið úr bráð sinni. Mjólkin er hluti af móðurinni, meðan hún ber hana í brjóstum sér. Ég hefi orðið þess var, að jafnvel læknar hneykslasl á því að heyra talað um „lifandi“ fæðu. Það ætti þó ekki að vera torskilið mál, að t. d. grænt grasið á jörð- inni er lifandi og nærir bezt í því ástandi. Þessvegna lifna, fjörgast og stvrkjast dýrin fljótt á vorin, er þau fá nýgræðinginn. Líkamanum svipar til jafhlöðu. Hann þarf hleðslu til endurnýjunar þeim krafti, sem eyðist við starfið. Að- eins lifandi fæða er gædd þeirri raforku, sem líkam- anum er nauðsynleg til endurhleðslu og næringar og til viðhalds lífsorkunni. Geislar sólarinnar hlaða jurt- irnar rafsegulmagnaðri orku á vori og sumri. Og svo metta jurtir og grös, rætur og ávextir rnenn og dýr með þessum krafti. Heilbrigður likami er hlaðinn geislamagni, sem kall- að hefir verið lífgeislar. Þessa geisla hefir tekizt

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.