Heilsuvernd - 01.04.1946, Side 16

Heilsuvernd - 01.04.1946, Side 16
XVilliam Howard Hay: Höfuðverkur. Höfundur þessarar greinar var læknir við náttúrulækninga- hælið „Sun-Diet-Sanatorium“ í .Bandaríkjunum. Hefir hann, eins og starfsbróðir hans, Rasmus Alsaker, ritað allmikið um lækn- isfræðileg efni, og í svipuðum anda. Orsakir. Ef ráðin væri bót á tveimur meginorsökum höfuðverkjar, mundi þessa kvilla sjaldan verða getið. Orsakirnar eru þessar: 1. Myndun eiturefna í melt- ingarfærunum. 2. Þroti og bólgur í beinbolum andlitis. Til sjaldgæfari orsaka böfuðverkjar má telja á- reynslu á augun, sólsting o. fl. Hér verða þær ekki gerð- ar að umtalsefni, lieldur aðeins tvær þær fyrstnefndu. Höfuðverkur í öðrum liöfuðhelmingi (migræne) á rót sína að rekja til meltingarfæranna. Þetta má beita óbrigðult, enda liefi ég ekki hikað við að heita að greiða sjúklingum 10 dollara sekt fyrir bvert höfuðverkjar- kast, sem þeir kynnu að fá, eftir að bafa tekið upp þann sið að setja sér stólpípu daglega. Ég befi aldrei þurft að greiða sektina. Við gerjun og rotnun, sem daglega fer fram i ristlin- um, myndast svo mikið af eiturefnum, að lifrin hefir ekki við að breisna þau úr blóðinu og senda þau aftur til meltingarfæranna. Nokkur hluti þeirra fer því með blóðinu út um allan líkamann og veldur því, að böf- uðverkur blossar upp við og við með nokkru millibili. Verkanir. Eiturefnin, sem eru sífellt að myndast í ristlinum, síast inn í portæðina, en bún fiytur þau til lifrarinnar. Lifrin sendir nokkurn hluta þeirra aftur niður í garnirnar, en sumt berst inn í blóðrásina. Um hrið hleðst blóðið þannig eiturefnum, án þess að nokk- ur sjúkdómseinkenni komi i Ijós, því að likaminn hefir

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.