Heilsuvernd - 01.04.1946, Qupperneq 17
HEILSUVERND
15
hæfileika til að þola þau að vissu marki. En þegar eit-
urmengun blóðsins hefir náð þessu marki, gerir líkam-
inn uppreisn, sem bindur um stund enda á framleiðslu
eiturefnanna og upptöku þeirra i blóðið.
Uppreisnin lýsir sér með algerðu lystarleysi og oft
með uppköstum. Þannig er komið í veg fyrir, að sjúkl-
ingurinn borði meira, og bundinn endi á frekari gerj-
un og rotnun í meltingarfærunum. Uppköstin breinsa
magann. Blóðið hrindir nokkru af eiturefnunum sem
slími inn i meltingarfærin, og krampadrættix-nir, sem upp-
köstunum fylgja, og oft eru langvinnir og ákafir, reka
mikið af gaJli niður í skeifugörnina, sem hrindir því
upp i magann, og svo kastar sjúklingurinn þvi upp, og
léttir mjög um leið.
Ef uppköstin eru mjög áköf og vara lengi, kemur
það stundum fyrii', að gor úr smáþörmunum gengur
upp úr sjúklingnum.
Þetta veikindakast mundi binda varanlegan enda á
þrautir sjúklingsins, ef hann tæki ekki jafnan upp aft-
ur fyrri matarvenjur sínar, sem ásamt skeytingarleysi
um liægðir og hreinsun ristilsins er frumrót vanheils-
unnar.
Skýringin á því, að höfuðverkjarköstin koma með
vissu millibili, er þá þessi, að hvert kast brýzt fram,
þegar eiturmengun likamans er komin yfir þau yztu
takmörk, er líkaminn þolir.
Eiturþolið. Ef orsakirnar eru látnar óáreittar, lialda
eiturefnin áfram að safnast fyrir í líkamanum, en jafn-
framt eykst eiturþol lians. Getur þá svo farið, að höf-
uðverkjarköstin dvíni eða hverfi með öllu, svo að sjúkl-
ingurinn brósar beldur en ekki bappi. En seinna koma
sumir dagar og koma þó!
Ef sjúkdómseinkennin bverfa, án þess að orsakirnar
liafi verið brott numdar, þá er að líkindum annars
verra von. Hvarf höfuðverkjarins getur ekki þýtt ann-
að en það, að líkaminn þoli nú meiri eiturhleðslu