Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 19
HEILSUVERND
17
stólpípu, unz liann hefir öðlazt fullan þrótt á ný og
tæmir sig eðlilega og af sjálfsdáðum. Borðaðu minna
af kjöli, fiski, eggjum og osti. Borðaðu hýðiskorn og
heilmjöl og brúnan sykur, en ekki hvíta, hýðislausa
mjölið eða afliýddu grjónin né hinn hvíta lireinsaða
sykur. Gættu þess, að rétt hlutföll séu á milli næringar-
efnanna í fæðu þinni. Og þá mun höfuðverkurinn segja
skilið við þig fyrir fullt og allt.
Bólgur í beinholum. Þá er komið að liinni meginorsök
höfuðverkjar, en það er þroti og bólgur í beinholum
andlitis. Lækningaaðferðin er hin sama, því að þessar
bólgur stafa einnig af eitursöfnun í líkamanum.
Þroti og bólgur i beinholum nefs valda oft þrálátum
höfuðverk, sem kennir ekki í eins reglulegum köstum
og lýst er hér að framan, heldur ávallt með kvefi. Þegar
þetta liefir gengið svo til árum saman, verður oft úr því
stöðugur höfuðverkur, sem stafar vanalega frá ennis-
holunum, en oft og tíðum frá beinholum nefs. Þá liggur
höfuðverkurinn dý])t;a, honum fylgja sárindi inni í heila-
búinu, hann ágerist mjög við að hogra, liósta og hnerra
og yfirleitt af öllu, sem eykur blóðsóknina til höfuðs-
ins, og iðulega þolir sjúklingurinn ekki einu sinni að
liggja út af og verður að sofa uppréttur.
Sjúkdómar í beinholum andlitís standa ávallt í sam-
bandi við slímhúðarbólgur i nefi. Þetta samband er svo
náið, að ef hægt er að vinna bug á slímhúðárbólgunum,
þá eru bólgurnar í beinholunum um leið úr sögunni,
eins og þær leggja sig.
Þegar bólgur koma í beinholurnar, þá er ekki aðeins
um venjulegan slímhúðarþrota að ræða, heldur einnig
gröft, sem gerir ástandið enn alvarlegra. Það gefur að
skilja, að þegar gröftur myndast i beinholu, sem getur
ekki látið neitt undan, þá er það ekki sásaukalaust.
Enda vila þeir gjörst, sem reynt hafa, hvílíkar viðþols-
lausar kvalir eru samfara þessum kvilla, þegar hann
er á háu stigi.