Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 24

Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 24
22 HEILSUVERND skitrðlæknir og tók að rita um skynsamlega lifnaðar- hætti og hvernig hægt væri að koma i veg fyrir sjúk- dóma. Lane segir: „Hippókrates, mesti læknir, sem uppi hef- ir verið, brýndi það mjög fvrir íbúum Aþenu að sjá svo um, að þeir Jiefðu góðar hægðir á eftir hverri mál- tið, og ráðlagði þeim i þessu skyni að borða mikið af brauði úr heilmöluðu korni, mikið af grænmeti og ald- inum. Læknastétt nútímans lítur almennt svo á, að nægi- legt sé að hafa hægðir einu sinni á dag. En ég vil benda læknum á það, að þeir hlíta hér ekki fvrirmælum og fordæmi hins mikla fyrirrennara síns, og að næsta lít- ið fer fyrir þekkingu á mataræði í læknismenntun þeirra.“ Hippókrates var fæddur 460 fyrir Krist, og er talið, að hann hafi orðið 109 ára gamall. Hann leggur áherzlu á, að sérhver læknir læri sem mest af náttúrunni og leitist við að komast eftir þvi, hvaða samband er á milli fæðu mannsins og heilbrigði hans. Hann segir, að heil- brigður maður eigi að hafa hægðir þrisvar til fjórum sinnum á dag, mest að morgninum, og það sé líka reglan lijá þeim mönnum, sem séu fullkomlega heilbrigðir. Hann telur, að sá maður sé ckki heilbrigður, sem nái ekki* þessu marki. Sir Arbuthnot Lane er á sömu skoðun. Hann hefir komist að þeirri niðurstöðu, eftir ævilanga rannsókn á meltingarvegi manna, bæði heilbrigðra og sjúkra, að menn eigi að hafa liægðir a. m. k. eins oft og máltiðir eru margar, og að hægðirnar eigi að vera miklar og m j úkar. Margir aðrir nútima læknar styðja þessa skoðun. Ameríski læknirinn dr. Kellogg segir árið 1923 í bók sinni „Colon Hygiene“: „Almennt er litið svo á, að nóg sé og eðlilegt að hafa hægðir einu sinni á dag, en það er rangt. Hægðir einu sinni á dag er einmitt ótvírætt merki um hægðalregðu. Rönfgenmyndir af ristli þeirra

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.