Heilsuvernd - 01.04.1946, Blaðsíða 30
28
HEILSUVERND
mig, þegar ég var 29 ára, hinn 18. októher 1930. Ég er
mjög barnelskur, og ég haföi vonað að geta haldið hin-
um gamla ættlegg mínum við. Konan mín var líka korn-
ung, og við þráðum hæði jafnheitt að eignast bam. En
það vildi ekki lánast. Eins og flestar konur gera, drakk
konan min kaffi með sylcri og livítu brauði frá morgni
til kvölds og lifði þar að auki á kartöflum, sem skræld-
ar voru liráar og ýmist soðnar eða steiktar, á fiski
kjöti, fleski og eggjum, vellingum og öðrum vanalegum
grjónamat. Við höfðum ekki vit á öðru og læknarnir
sögðu ekkert við þessu. Bæði höfðum við hjónin mjög
tregar hægðir, þjáðumst af liðagigt og vorum síkvefuð.
Það er naumast þörf á að taka það fram, að eins og
allt annað fólk, sem lifir á svona fæðu, vorum við iðu-
lega með tannverk og höfuðverk, hálshólgur, magaverk,
niðurgang og aðrar meltingartruflanir. Og hárið hrundi
af mér. En þetta var ekki annað en það, sem svo margir
máttu hafa og urðu að sætta sig við.
Ég hafði gefið upp alla von um að losna nokkurn-
tíma við eksemið og að cignast erfingja, þegar mér
einn góðan veðurdag barst i hendur blaðið „Frisk-
sport“. Þar las ég næringargreinar Are Waerlands, og
það var líkt og að fá allt í einu vind i seglin eftir ,að
hafa legið tímunum saman í logni og ládevðu. Nú kom
heldur en ekki líf í tuskurnar. Ég fór með blaðið heim
til konu minnar, sem var undir eins með á nótunum.
Við gjörbreyttum mataræði okkar, lögðum stýrið hart
á bakborða, snerum við i einni svipan og stýrðlim
beint áfram fyrir fullum seglum í blásandi bjr! Við
settum stefnuna beint á hinar „týndu eyjar heilsunnar'*
og fundum þær!
Við hættum alveg að borða kjöt, fisk og egg, kaffi,
hvítt brauð, sykur og salt, og lifðuin að mestu á ósoðn-
um mat. Við þessa breytingu á mataræðinu einu hvarf
eksemið á fáeinum vikum gjörsamlega eins og dögg fyr-
ir sólu. En liðagigtin var þrálátari, og það var ekki fyrr