Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 33
Daufur f ær heyrn ogblindur sýn
Sumum kann að finnast þaö næsta ótrúleg saga, aö menn
verði blindir og heyrnarlausir af röngu mataræöi. Þó er langt
siðan færðar voru fullar sönnur á, að náttbiinda og viss teg-
und sjónleysis stafar beinlinis af skorti A-fjörefnis. Og því
skyldu ekki aörir sjúkdómar í augum eða eyrum geta átt rót
sína að rekja til rangrar og ófullkominnar næringar, á sama
hátt og t. d. tannsjúkdómar, skyrbjúgur, beri-beri og beinkröm.
Það er þó sami blóðstraumurinn, sem nærir allar frumur lík-
amans, hvaða líffæri sem þeir tilheyra. Og því aðeins geta frum-
urnar haldizt heitbrigðar og varðveitt eðlilegan viðnámsþrótt
gcgn sýklum og öðrum sjúkdómsmyndandi öflum, að blóðið flytji
þeim ötl þau efni, sem þær þarfnast. En þessi efni á blöðið að
fá úr fæðunni, og súrefnið úr loftinu. Og það er þvi dcginum
ljósara, að ófullnægjandi fæða og' ýmsar óheilnæmar lífsvenjur
leiða af sér, beint eða óbeint, margskonar sjúkdóma, svo að
enginn þarf að álita neitt dularfullt eða öfgakennt við það. að
hjarta og lungu, húð <>g tennur, augu og eyru sýkisl vegna ó-
heppilegs mataræðis og læknist, ef bót er á því ráðin.
Miss Anne Michaels var kennslukona. Henni varð ekki
um sel, þegar hún einn góðan veðurdag tók eftir þvi,
að hún var farin að missa lieyrn. Þetta ágerðist, og liún
neytti allra hragða til að leyna því. Henni var ljóst, að
staða hennar var í veði, ef þetta kæmist upp. Hún reyndi
allskonar smyrsl og dropa, nudd og annað, sem liún
hugði, að bæta kynni úr.
„Ég var síþreytt", skrifar hún, „og þjáðist mjög af
höfuðverk. Ég var ákaflega kvefsækin og gekk að sama
skapi illa að losna við kvefið aftur. Og loks tók að renna
þykkur, daunillur vessi úr eyrunum. Mér var ómögu-
legt að gizka á, af hverju það stafaði“.
„Það eru hálskirtlarnir“, sagði einn læknirinn, sem