Heilsuvernd - 01.04.1946, Side 35

Heilsuvernd - 01.04.1946, Side 35
HEILSUVERND 33 að eitra líkama yðar. Við verðum að byrja á því að reyna að koma meltingunni í lag.“ Miss Michaels var ekki meira en svo trúuð á orð lækn- isins og fyrirmæli. Hann mælti svo fyrir, að liún skyldi byrja á að fasta, drekka aldinsafa, iðka böð og hreyf- ingu undir beru lofti. Þegar hún kom heim með allar þessar fyrirskipanir, var henni ráðlagt að skella við þeim skolleyrunum og hlíta þeim hvergi. „£g var sjálf vantrúuð á, að ég gæti nokkurntima náð heilsu, en vildi þó ekki láta nokkurt færi ónotað. í hálfan mánuð borðaði ég ekkert en drakk safa úr appelsínum pg ananas. Þá sagði læknirinn mér að drekka aldinsafa aðrabverja klukkustund og mjólk þess á milli, líka annanhvern tíma. Einu sinni á dag mátti ég borða dálitið af rúsínum eða fíkjum. Á þessu lifði ég í heilan mánuð, og þá fyrst varð ég vör við dálitla breytingu í áttina til hins betra: útferðin úr eyrunum hætti. Nú var mér leyft að borða tómata, höfuðsalat og selju- rót ásamt tveimur sneiðum af brauði úr heilmöluðu mjöli með ósöltuðu smjöri. Eftir tvo mánuði var ég farin að heyra á ný! Ég gat meira að segja heyrt tifið í klukku endanna á milli í stofunni. Eftir einn mánuð i viðbót gat ég aftur farið í bíó. Á fjórum mánuðum mátti lieita, að þetta nýja matar- æði gerði mig albata, þótt fjögra ára lækningatilraun- ir hefðu ekki stoðað hið minnsta. En ég varð þess brátt áskynja, að ég mátti ekki breyta mikið út af i mataræði, ef ég átti að vernda heyrnina óskerta. Ég liefi einstaka sinnum reynt að fara ofurlítið í kringum það, en það hefir alltaf hefnt sin á þann hátt, að mér hefir versnað. Ég hefi nú tekið aftur við mínu fyrra starfi, og ég lifi aðallega á ávöxtum, mjólk, grófu brauði, smjöri og

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.