Heilsuvernd - 01.04.1946, Blaðsíða 40

Heilsuvernd - 01.04.1946, Blaðsíða 40
38 HEILSUVERND á latínu, sem þýðir „mjög algeng útbrot“. Ég var litlu nær. En læknirinn sendi mig með lyfseðil til lyfsalans. Hann fékk mér smyrsl, sem ég átti að bera á útbrotin, og duft, sem ég átti að taka inn á eftir mat. Allt þetta kostaði um 15 krónur. Ekki eitt orð um lifnaðarhætti mina, mataræði eða atvinnu. Ég fór beim við svo búið, bar smyrslin á útbrotin, át duftið — og bélt áfraiu að „smakka á“ bjúgum og borða kjöt. Ekki bötnuðu útbrotin — þvert á móti ágerðust þau. Ég varð gripinn örvæntingu, ekki sízt vegna þess að fólk fór að forðast mig, þar eð sá orðrómur liarst út, að ég væri haldinn einhverjum „dularfullum sjúkdómi". Ég fór aftur til læknisins, en hann gaf mér sama með- alið og sagði mér að halda áfram með það. En það kom ekki að neinum notum, og eftir 5 mán- uði frá því ég leitaði fvrst til læknis, voru útbrotin orðin svo þétt á handleggjum, baki og brjósti, að mig hryllti við sjálfum mér, er ég leit í spegil. Ég gat ekki lengur látið kunningja mina sjá mig, svo að ég sagði upp vinn- unni og lagði af stað út í lifið, með bakpoka um öxl og nokkra tíu krónu seðla í vasanum, aðeins 18 ára gam- all. Ég fékk atvinnu í hverri kjötverzluninni af annarri, þorði aldrei að vera lengi á sama stað, af ótta við að menn kæmust að sjúkdómi mínum. Og einatt var ég á þönum milli læknanna, sem hver gaf mér nýtt meðal, og í þetta fóru alíir þeir pcningar, sem ég vann mér inn. Næst fór ég til sérfræðings í húðsjúkdómum við sjúkrahúsið í Lundi. Hann gaf mér gulleit smyrsl, sein ég átti að bera á útbrotin um nokkurra mánaða skeið. — Vita árangurslaust! Læknir einn í Kristianstad opnaði einn graftrarnabb- ann með töng, rannsakaði útferðina og gaf mér síðan einskonar hvita leðju, sem ég átti að bera á úthrotin með tréhnif kvölds og morgna um langan tíma. Ég gerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.