Heilsuvernd - 01.04.1946, Side 42

Heilsuvernd - 01.04.1946, Side 42
40 heilsuvernd an settist hann niður og skrifaði lyfseðil, smyrsl eins og fyrri daginn. En hugsið ykkur undrun mína, þegar liann sagði, um leið og hann rétti mér lyfseðilinn: „Og svo megið þér ekki baða yður í söltu vatni“. Ég gat þess, að i sjúkrahúsinu í Ljungby hefði mér einmitt verið ráðlagt það. En hann barði þá í borðið og hróp- aði, að hér væri ég ekki i neinu sjúkrahúsi, heldur hjá honum og yrði að gera eins og hann mælti fyrir. Við- talið hafði tekið 5 mínútur og kostaði 10 krónur. Ég fór frá sérfræðingnum í þungu skapi. Astand mitt var verra en nokkru sinni fyrr. Allur efri hluti líkam- ans var þakinn blöðrum, fullum af greftri og blóði. Þær rifnuðu og sprungu, svo að blóðið vætlaði gegnum skvrtuna. Og ég var aðeins 20 ára gamall! Hversvegna gat enginn af þessum læknum hjálpað mér með smyrsl- um sinum og ráðleggingum? Þetta voru þó hálærðir menn, sem töldu sig vita allt, sem mannleg þekking hafði yfir að ráða um líkama vorn. Menn trúðu á þá, og það gerði ég lika. Ég gekk á milli þeirra og fékk allt- af ný og ný meðul. Og þetta heita lækna-„vísindi". Hversvegna voru þeir með mismunandi lyf og ráðlegg- ingar, ef þeir í raun og sannleika vissu? Er hægt að kalla þetta lækna-„vísindi“? Eru þetta ekki bara ágizk- anir og tilraunir, þar sem við leikinennirnir erum gerð- ir að tilraunarottum? Og sjálfir verðum við að horga brúsann. Ég fór að drekka. Þær stundirnar gleymdi ég evmd \ninni, og máske gæti áfengið hreinsað blóðið og rekið sjúkdóminn á brott. En hann magnaðist stöðugt. Það var bersýnilegt, að. útbrotin fengu næringu innan að og endurnýjuðust þaðan. Þar lágu rætur sjúkdómsins, og þær þurfti að uppræta. En hvernig? Þar lá hundurinn grafinn. En þetta var læknunum ekki Ijóst, og eftir að- ferðum þeirra að dæma, höfðu þeir ekki allra minnstu hugmynd um eðli sjúkdómsins.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.