Heilsuvernd - 01.04.1946, Side 54
52
HEILSUVERND
jánsson læknir ánafnað félaginu eftir sinn dag hátt á anna'ð
hundrað bækur um heilbrigðismál og náttúrulækningar. Enn-
frernur hefir stjórn félagsins keypt allmikið af bókum og tíma-
ritum um sama efni.
Um framtíðarstarfsemi félagsins skal þetta tekið fram:
Verzlun hefir stjórn félagsins í hyggju að koma á fót sem
fyrst, þar sem verða á boðstólum heilnæmar matvörur o. fl.
Heimsókn Are Waerlands. Frá henni er skýrt á öðrum stað í
ritinu.
L ö G
Náttúrulækningafélags Islands.
1. gr.
Félagið Iieitir „Náttúrulækningafélag íslands" (NLFÍ). Heim-
ilisfang þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr.
Tilgangur félagsins er:
a) að efla og útbreiða þekkingu á lögmálum lífsins og heilsu-
samlegum lifnaðarháttum,
b) að kenna mönnum að varast sjúkdóma og fyrirbyggja þá.
c) að vinna að þvi, að þeir, sem veiklaðir eru orðnir eða sjúkir,
geti átt kost á hjúkrun og lækningameðferð hér á landi, með
svipuðum aðferðum og tíðkast á lieilsuhælum náttúrulækna
erlendis.
3. gr.
Félagið hyggst að ná tilgangi sínum m. a.:
a) með fræðandi fyrirlestrum og útgáfu rita um heilbrigðismál
og náttúrlega heilsuvernd,
b) með því að styðja að því, að islenzkir læknar kynni sér
rækilega heilsuvernd og náttúrulækningar erlendis.
c) með því að vinna að stofnun lieilsuhæla (Kuranstalten), þar
sem einkum verði læknað með náttúrleguin aðferðum (ljós,
loft, vatn, mataræði, lireyfing, hvíld).
4. gr.
Stjórn félagsins skipa 5 menn, forscti og 4 meðstjórnendur.
Forseti skal kosinn út af fyrir sig, en meðstjórnendur allir í