Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 62
Þurfum við að óttast bakteríur?
Eftir dr. Frank Kidd.
Síðústu 20 árin liefir verið stefnt að þvi, að gera læknis-
fræíðina æ flóknari og torveldari og kljúfa liana i smærri og
smærri flokka. Nú er kominn timi til að freista þess, að færa
hana aftur í einfaldara horf, með því að hagnýta sér víðfeðin
lögmál, er taka yfir mikinn fjölda fyrirbrigða. Það þarf að út-
skýra rækilega fyrir læknum og læknaefnum þessi lögmál, til
þess að þeir megi nota þau sjálfir í starfi sínu, fá meiri ást
á því og ná betri árangri. Því að á þann liátt mun þeim lærast
að koma auga á og rannsaka hin fyrstu einkenni venjulegra
kvilla.
.Bakteriur eru ekki aöalorsök næmra sjúkdóma. Ég ber fram
þessa staðhæfingu af ráðnum hug, í von uin það, að hún geri
bakteriufræðingunum bilt við, svo að þeir hrökkvi upp af þvi
værðarástandi, sem þeir hafa sökkt sér i. Uppgötvun bakterí-
anna hefir leitt læknisfræðina út á villigötur nú um skeið.
Bakteríurnar eru aukaorsök næmra sjúkdóma.
Að minni hyggju eru, svo að segja í hverjum manni, margar
hakteriur, sem geta orðið sjúkdómsValdar, i hálsi, ristli, húð.
Einkum á þetta við um ristilbakteriuna (colon bacillus), um
stafgerla og keðjugerla, lungnabólgusýkla. bakteríur þær, sem
valda bólgum í slímhúðum meltingarfæra og andfæra, og senni-
lcga gildir það líka um berklasýkilinn. Þessar bakteriur eru, m.
('«. o., sníkjudýr í likama manna almennt, og líklcga hýsum við
l>ær allir í slímhúðum likama okkar. Þær eru sýknt og heilagt
að ráðast inn i blóðið í mismunandi þéttskipuðum fylkingum,
dreifast síðan út um líkamann, sem losar sig við þær eftir sömu
leiðum og úrgangsefni og önnur skaðleg efni. Það er undan-
tekning, ef þessar bakteríur verða að sóttkveikjum og valda
bólgum í líkamanum.
Spurningin er ekki sú, sem bakteríufræðingarnir hafa svo
ltngi talið okkur trú um, að væri mergurinn málsins: „Hvernig
eigum við að fara að því, að útrýma bakteríunum úr umhverfi
okkar og úr hinum svonefndu smitberum?“ Eða m. ö. o.: „Hvern-
ig getum við sótthreinsað alla veröldina?" Það er á þennan
hátt, sem bakteriufræðingarnir hafa gert sér vonir um að koma
i veg fyrir sjúkdóma, með útrýmingu á öllum sóttkveikjum. En