Heilsuvernd - 01.04.1948, Síða 19

Heilsuvernd - 01.04.1948, Síða 19
HEILSUVERND 17 Ef aðalskolpræsi borgar stíflast, kemur það fram í öllum þeim húsum, sem leiða skolp í það. Líffærum og vefj- um mannlegs líkama er svipað farið og húsum í borg. Ef frárennsliskerfi líkamans stíflast eða laskast, kemur það niður á líffærunum, og breytingar þær, sem af þessu leiðir, nefnum vér sjúkdóma. Það er ákaflega merkileg staðreynd, að villimenn, sem lifa við frumstæð skilyrði, þjást aldrei af meltingartregðu, botnlangabólgu, sárum i maga eða skeifugörn eða ristil- bólgu. En ef þeir taka upp lífsvenjur menningarþjóðanna, fá þeir alla þessa kvilla engu síður en hvítir menn. Hjá konum er hægðatregða miklu algengari en hjá körlum, af þeim ástæðum, sem greindar voru áður, og meðal þeirra er krabbamein líka miklu tíðara. Dauðsföllum úr krábbameini fjölgar um 2,5%- á ári. Það er fróðlegt að sjá aðferðir þær, sem náttúran beitir, til þess að forðast áhrifin af kyrrstöðu í ristlinum og þeirri auknu byrði, sem af henni stafar. Þetta verður á þann hátt, að hjá veikbyggðari einstaklingum tognar smátt og smátt á ristlinum; en hjá þeim, sem hraustbyggð- ari eru, myndast himnur eða sinabönd, sem hjálpa til að halda uppi hinum ofhlaðna ristli. Þessi bönd eru sterkust, þar sem áreynslan er mest eða mest er togað í. 1 fyrstu koma þau að góðum og tilætluðum notum. En síðar meir, þegar þau verða enn sterkari, dragast þau saman, herpa að ristlinum og mynda þrengsli, sem torvelda mjög fram- rás innihaldsins. Sir William Arbuthnot Lane var einn þekktasti skurð- læknir, sem England hefir átt, fæddur 4. júlí 1856. Skurð- tæknin á honum að þakka margar merkar nýjungar og uppgötvanir, sem gerðu nafn hans víðfrægt. Fyrstur skurð- lækna nam hann burtu allan ristilinn úr sjúklingum, þegar þetta líffæri var orðið gjöreyðilagt. Honum varð það snemma ljóst, að ristillinn var uppspretta ótal meina og sjúkdóma, hvarvetna í líkamanum. Hann komst að þeirri 2

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.