Heilsuvernd - 01.04.1948, Síða 22

Heilsuvernd - 01.04.1948, Síða 22
Gretar Fells: Flótti Guðs. I erlendu tímariti las ég einu sinni smásögu eftir G. J. Agyemang. Mér þótti gaman að sögunni, og vegna þess, að hún hefir íhugunarverðan boðskap að flytja, ætla ég að endursegja hana. Söguhöfundur byrjar á því að láta ömmu sína tala. Gamla konan segir: „Horfðu ekki á mánann. Það er rangt. Það er nákvæm- lega jafn rangt að stara á mánann og að telja stjörnurnar.“ „Hvers vegna má ég ekki horfa á mánann?“ spyr dreng- urinn ömmu sína. Hún svarar: „Dauðinn á þar heima með trumbu sína. Þú gætir auðveldlega komið auga á hann, þegar tungl er fullt, og það er óheillavænlegt að sjá hann berja bumbu sína. Himinguðinn hefir skipað mánanum á sinn stað til þess að stjórna nóttinni, að sínu leyti eins og sólin stjórnar deginum. Þau (máninn og sólin) eru bæði á verði á hinum yztu takmörkum, sem árásir mannanna ná til; því að himnaguðinn vill ekki láta þoka sér lengra burt.“ — „Hefir hann nokkurn tíma verið hrakinn burt?“ spyr drengurinn ömmu sína.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.