Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 31

Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 31
Botnlangabólga meðal frumstæðra þjóða. Botnlangabólgan er orðin einn tíðasti meltingarkvilli meðal menningarþjóðanna. En menn hefir greint á um það, hvcrt þessi og aðrir svonefndir menningarsjúkdómar séu útþreiddir meðal frumstæðra þjóða. Einn afkastamesti rithöfundur Englendinga um heil- brigðismál, J. Ellis Barker að nafni, gerir þetta að um- talsefni í einni þók sinni, „Chronic constipation‘‘ (Langvinn hægðatregða), sem kom út í Lundúnum árið 1927. Þar birtir hann fáein sýnishorn af fjölda ummæla, sem hann hefir safnað úr læknaritum, og eru þau aðallega frá lækn- um, sem starfað hafa fleiri og færri ár meðal þjóða í flestum álfum heims. Flest þessi ummæli eru tiltölulega ný- leg, og þar ber allt að sama brunni, að botnlangabólga þekkist varla meðal frumstæðra þjóða, fyrr en þær taka upp lifnaðarhætti og mataræði menningarþjóðanna. Þessi ummæli eru ótvírætt merki þess, að botnlangabólgan sé menningarsjúkdómur, sem stafi af röngum lifnaðarháttum, og svipuð ummæli má finna varðandi marga aðra sjúk- dóma, svo sem krabbamein o. fl. Sumir vilja halda fram þeirri mótþáru gegn slíkum um- sögnum sem þessum, að sjúkdómarnir geti þrátt fyrir allt verið algengir meðal þessara frumstæðu þjóða, læknarnir verði þeirra bara ekki varir, vegna þess hve þeir (læknarn- ir) eru fáir. Þessi viðbára er markleysa ein, eins og glöggt má sjá á því, að þótt ekki væri nema einn læknir hér í Reykjavík í fáeinar vikur, þá mundi hann ekki komast hjá

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.