Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 35

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 35
HEILSUVERND 33 heima. Siðan árið 1909 hefi eg aðeins fengið 12 tilfelli. Læknir einn hér, sem er kunningi minn, hefir síðustu 4 árin aðeins séð eitt tilfelli af botnlangabólgu meðal innfæddra sjálfra. Gyðingar hér nálgast menninguna meira en innfæddir í lifnaðarháttum sínum.“ Victoriu-spítali, Damaskus. Frank J. Mackinnon segir: „Botnlangabólga er æði tíð hér um slóðir. Eins og þér getið skilið, þá sést mörgum yfir þessi sjúkdómstilfelli eða misskilja þau. Lækn- ar í hinum afskekktu héruðum eru ekki alltaf færir um að þekkja sjúkdóminn. Síðustu 9 mánuðina hefi eg gert um 6 botnlangaskurði.11 1 stórborgum Indlands er botnlangabólga algeng. En læknar, sem stunda læknisstörf í Indlandi, eru yfirleitt sammála um að þessi sjúkdómur komi ekki fyrir meðal innfæddra, sem búa í afskekktum héruðum. Chung King, Vestur-Kína. Richard Wolfendale segir: ,,Ö11 þau 16 ár, er eg hefi dvalið í Kína — lengst af i Vestur-Kína — hefi eg aðeins einu sinni séð botnlangabólgu í Kínverja. Kemst eg því ekki hjá að álykta, að þessi sjúkdómur sé mjög sjaldgæfur í Kína eða varla til þar. Ástæðan til þessa er að mínu áliti sú, að Kín- verjar borða að meðaltali aðeins 2 máltíðir á dag, en þær eru góðar og vel samsettar og innihalda öll nauðsynleg næringarefni. Þeir borða fjórar skálar eða meira af fallegum, soðnum hrísgrjónum og grænmeti (kjöt og fiskur er mjög sjaldgæft), og þeir eru lengi að borða og gefa sér góðan tíma til þess. Af kjötmeti er svínakjöt mest notað í Kína, en yfirleitt hafa Kínverjar ekki efni á að kaupa það. Kinverjar hafa hvítar og fallegar tennur, og þeir tyggja matinn mjög vel.“ Pakhoi, Suður-Kína. H. Gordon Thompson segir: „Eg hefi ekki séð eitt einasta tilfelli af botnlangabólgu þau 10 ár, sem eg hefi verið í Kína. Eg hygg, að þér munið komast að svipaðri niðurstöðu um allt Suður-Kína.“ Moukden, Manchuriu. R. Howard Mole segir: „Enginn okkar hefir séð nokkurt tilfelli af botnlangabólgu meðal Kínverja hér. Eftir á að hyggja — einn okkar sá eitt tilfelli, en sjúklingurinn var ekki skorinn upp. Læknir frá Peking sagði mér, að þar fengju Kinverjar botnlangabólgu, svo að það er ekki alveg von- laust!“ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.