Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 44
42
HEILSUVERND
með því að vanrækja að greiða fyrir það, sem þeir taka,
getur tilbúinn áburður ekki bætt það upp að fullu. Jafn-
væginu er raskað, og jarðvegurinn þjáist af vaneldi.
Fé því, sem fer í styrkveitingar til áburðarkaupa, væri
betur varið, ef það væri notað til að styrkja áætlanir og
rannsóknir varðandi notkun á sorpi og öðrum úrgangi til
áburðar, þannig að jarðveginum væri skilað þessum á-
burðarefnum óskertum, enda væri tryggt að engin sýking-
arhætta stafaði af. Vér flytjum inn mikið af matvælum
handa mönnum og dýrum, og er það því í lófa lagið að
auðga land vort með áburðarefnum, sem tekin eru frá
erlendum jarðvegi.
Heilbrigðisstjórnir sumra borga eru það árvakrar, að
þær eru byrjaðar á að búa til áburð úr skolpi og sorphaug-
um. Þetta er enganveginn einfalt né vandalaust, sakir þess
hve mjög innihald skolpræsanna er breytílegt, bæði að
vatnsmagni, fitu og ýmsum úrgangsefnum frá verksmiðjum.
Því er haldið fram, að ekki sé hægt að nota sömu aðferð-
ina allsstaðar, og að jafnvel verði að breyta um aðferð eftir
árstíðum, og því verði þetta óframkvæmanlegt. En því er
til að svara, að ef bæjarverkfræðingar einnar borgar hafa
getað leyst þrautina hjá sér, ætti öðrum ekki að verða
skotaskuld úr því sama. 1 stað þess að fara forgörðum, gæti
skolp og úrgangur gefið skattgreiðendum borganna tals-
vert fé í aðra hönd og komið að miklu gagni við jarðrækt-
ina. Ef rétt er farið með sorpið, má breyta því í gróður-
mold og nota það þannig til að auka frjósemi ræktaða
landsins umhverfis stórborgirnar.
Sumstaðar er úrgangur og sorp gert að dufti og selt
bændum, sem blanda því í annan áburð. 1 þesskonar dufti
er mikið af tréefni (cellulose), sem jörðin þarfnast alveg
sérstaklega og er tilvalið að blanda í húsdýraáburð og
kúaþvag. Upp af áburðarhaugum leggur venjulega amm-
óníaklykt, sem er merki þess, að áburðurinn glati nokkru af
köfnunarefni sínu út í loftið.
Eftirfarandi dæmi sýnir, hvernig úrgangur er notaður