Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 44

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 44
42 HEILSUVERND með því að vanrækja að greiða fyrir það, sem þeir taka, getur tilbúinn áburður ekki bætt það upp að fullu. Jafn- væginu er raskað, og jarðvegurinn þjáist af vaneldi. Fé því, sem fer í styrkveitingar til áburðarkaupa, væri betur varið, ef það væri notað til að styrkja áætlanir og rannsóknir varðandi notkun á sorpi og öðrum úrgangi til áburðar, þannig að jarðveginum væri skilað þessum á- burðarefnum óskertum, enda væri tryggt að engin sýking- arhætta stafaði af. Vér flytjum inn mikið af matvælum handa mönnum og dýrum, og er það því í lófa lagið að auðga land vort með áburðarefnum, sem tekin eru frá erlendum jarðvegi. Heilbrigðisstjórnir sumra borga eru það árvakrar, að þær eru byrjaðar á að búa til áburð úr skolpi og sorphaug- um. Þetta er enganveginn einfalt né vandalaust, sakir þess hve mjög innihald skolpræsanna er breytílegt, bæði að vatnsmagni, fitu og ýmsum úrgangsefnum frá verksmiðjum. Því er haldið fram, að ekki sé hægt að nota sömu aðferð- ina allsstaðar, og að jafnvel verði að breyta um aðferð eftir árstíðum, og því verði þetta óframkvæmanlegt. En því er til að svara, að ef bæjarverkfræðingar einnar borgar hafa getað leyst þrautina hjá sér, ætti öðrum ekki að verða skotaskuld úr því sama. 1 stað þess að fara forgörðum, gæti skolp og úrgangur gefið skattgreiðendum borganna tals- vert fé í aðra hönd og komið að miklu gagni við jarðrækt- ina. Ef rétt er farið með sorpið, má breyta því í gróður- mold og nota það þannig til að auka frjósemi ræktaða landsins umhverfis stórborgirnar. Sumstaðar er úrgangur og sorp gert að dufti og selt bændum, sem blanda því í annan áburð. 1 þesskonar dufti er mikið af tréefni (cellulose), sem jörðin þarfnast alveg sérstaklega og er tilvalið að blanda í húsdýraáburð og kúaþvag. Upp af áburðarhaugum leggur venjulega amm- óníaklykt, sem er merki þess, að áburðurinn glati nokkru af köfnunarefni sínu út í loftið. Eftirfarandi dæmi sýnir, hvernig úrgangur er notaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.