Heilsuvernd - 01.04.1948, Qupperneq 46

Heilsuvernd - 01.04.1948, Qupperneq 46
44 HEILSUVERND verða 65° C., og hann verður alþakinn sveppum. Það þarf að róta í honum á þriggja vikna fresti og hella á hann vatni eftir þörfum. Eftir sex vikur hefir hann molnað nið- ur og er orðinn svartur. Eftir þrjá mánuði er hann orðinn að finni mylsnu og tilbúinn til áburðar. Þetta er engan veginn vandalaust. Það þarf að velja haugnum réttan stað, halda honum mátulega rökum, sjá um að nóg loft komist að og að ekki myndist of miklar sýrur í honum. Það sem gerist í haugnum, er það að sveppir og bakteríur rífa niður vefi græna blaðsins og þau efnasambönd, sem sólarorkan byggði upp. Gerlarnir í jarðveginum leysa svo gróðurmoldina upp í einfaldari efni, sem jurtaræturnar sjúga í sig. Þegar borgir eða þorp eiga í hlut, þarf að nota múraðar þrær, um 70 cm. á dýpt og um 50 teningsmetra. Þarf þar að sjá fyrir loftræstingu og frárennsli. I Bandaríkjunum og Kanada hafa hveitiakrar lagzt í eyði hrönnum saman, vegna þess að jarðvegurinn var orðinn þurrausinn að gróðurmold (400 milljónir hektara hafa þannig lagzt í eyði í Bandaríkjunum einum, og líkt er á- statt í Ródesíu og Nýja Sjálandi). Jarðvegurinn er laus, skolast burt með regni og vatni og þyrlast upp og fýkur þurt, þegar hvasst er. Hér hefir fégræðgin verið að verki og stöðvað hringrás lífsins með því að ræna jarðveginn uppskeru ár eftir ár án þess að skila honum aftur nokkru af því, sem tekið var frá gróðurmoldinni, unz hún var með öllu á þrotum. Það er gróðurmoldin, sem gefur jarðveginum líf, hún er milliliður milli hinnar lifandi náttúru og hinnar dauðu og verndar jörðina gegn því að leggjast í auðn. Tilbúinn áburður framleiðir enga gróðurmold. Gróðurmold in gerir það að verkum, að rætur jurtanna verða lengri og greinóttari heldur en þar sem notaður er eingöngu tilbú- inn áburður. I gróðurmoldinni þrífast sveppir, sem mynda einskonar lifandi brú milli hennar og jurtanna. I sveppun-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.