Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 58

Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 58
56 HEILSUVERND Þeim í té nauðsynlegar leiðbeiningar. Aðferðin við Þetta er einföld og engum erfiðeikum bundin. EITUREFNI I HVlTU HVEITI. Eins og oft hefir verið skýrt frá í ritum NLFl, eru sett viss efni í hvitt hveiti til þess að „bleikja" Það, gera Það hvítara og auka á geymsluÞol Þess. Auk Þess verður brauðið úr slíku mjöli fyrirferðar- meira en ella og skorpan ljós og mjúk. Efni Það, sem oftast er notað, er sett í mjölið um leið og mölun og sigtun fer fram. Það er loftteg- und, samsett af köfnunarefni og klór — köfnunarefnistríklórid — og hefir verið talið óskaðlegt og hættulaust með öllu. En nýlegar til- raunir, gerðar í Englandi og Bandaríkjunum, hafa nú loksins opnað augu heilbrigðisyfirvaldanna fyrir Því, að hér muni vera hætta á ferðum. Frá tilraun í Bandaríkjunum er sagt á þessa leið: Tilraunin var gerð á hundum, köttum og öpum, og var dýrunum skipt i 2 flokka. Báðir flokkarnir voru að mestu leyti fóðraðir á brauði úr hvítu hveiti um þriggja mánaða skeið. En annar flokkurinn fékk brauð úr óbleiktu hveiti, og þrifust þau dýr vel. Hjá Þeim dýrum, sem fengu bleikta hveitið, fór eftir eina viku að bera á greinilegum sjúkdómseinkennum á taugakerfi, og urðu hundarnir verst úti. Flest dýrin misstu vald yfir hreyfingum sínum. Sum urðu alveg sljó, stóðu tímunum saman og einblíndu á sama blettinn, en önnur þutu fram og aftur, mjög óstöðug í spori. Mein- laus dýr urðu grimm, og öfugt. Stundum fengu dýrin krampaköst, líkust flogaveiki hjá mönnum. Sumir hundarnir dóu, áður en til- raunatíminn var á enda. Kettirnir virtust hafa meira mótstöðuafl, en aparnir sátu sljóir og skjálfandi á beinunum. Nú er þess að geta, að í mjölið, sem tilraunin var gerð með, var af ásettu ráði sett. um fjórfalt magn af hinni ofangreindu loftteg- und (30 gr. í hver 45 kg. af mjöli í staðinn fyrir í mesta lagi 8 gr.). Þá hefir heldur ekki verið gengið úr skugga um, hvort hið mikið bleikta hveiti hafi samskonar áhrif á menn. En þessar tilraunir hafa þó orðið til þess, að heilbrigðisyfirvöldin eru orðin alvarlega hugs- andi og hafa hvatt mjölframleiðendur til að nota sem allra minnst af efninu. Ennfremur hafa verið gerðar ráðstafanir til að leita að öðru efni til bleikingar á hveiti. Það er timarit Waerlands í Svíþjóð, sem skýrir frá þessu í marz- hefti sínu. Síðan hefir þessu einnig verið lýst í Lesbók Morgunblaðs- ins, 25. apríl s.l., og hefir hún Það eftir enskum og amerískum lækna-

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.