Heilsuvernd - 01.04.1948, Qupperneq 61

Heilsuvernd - 01.04.1948, Qupperneq 61
HEILSUVERND 59 Á þessu ári kemur út 7. rit félagsins, og fjallar það um áhrif tóbaks og áfengis á mannslíkamann og störf hans. Ákveðið hefír verið að stofna félagsdeild á ísafirði, og stjórnin hefir hug á að stofna deildir í fleiri kaupstöðum úti um land. Verður þá væntanlega bráðlega stofnað samband, sem hið upphafega NLFl verði einn aðili að. Þá mun verða tekin upp sú mikilsverða nýbreytni, að sýna stuttar fræðslukvikmyndir á fundum félagsins næsta vetur, um mannslíkam- ann, byggingu hans og störf og heilnæmar lífsvenjur. Hefir stjórn- in þegar pantað nokkrar kvikmyndir í þessum tilgangi, og eru þær væntanlegar til landsins innan skamms. Þá verða þessar myndir lán- aðar félagsdeildunum úti á landi. Enn er enginn undirbúningur hafinn að byggingu heilsuhælis. En reynt mun að haga framkvæmdum þannig, að hægt verði sem allra fyrst að byrja rekstur hælis, þótt í smáum stíl sé. Mundi það gefa málinu byr undir báða vængi. Framkvæmdastjóri lauk máli sínu Þannig: ,,Heilsuhælismálið er mál allra Islendinga, ,,mál málanna“, eins og Baldur Johnsen, héraðslæknir á tsafirði, komst að orði í bréfi til min nýlega. Það er NLFl, sem mun hafa forgöngu í því og hafa veg og vanda af byggingu, stjórn og rekstri hælisins. En það er ekki aðeins metnaðarmál, heldur sjálfsögð skylda allra þeirra, sem trúa á nauðsyn og þýðingu þessa hælis, að styðja af alefli að þvi, að þessi hugsjón megi rætast í náinni framtíð. Við vitum sennilega öll um langþjáða sjúklinga, sem eiga heilsu sína og líf undir því, að geta fengið vist í sliku hæli. Og við heitum á alla góða félagsmenn að veita þessu velferðar- og mannúðarmáli allt sitt liðsinni og láta einskis ófreistað til þess að heilsuhælið megi komast upp sem allra fyrst.“ Að lokinni skýrslu framkvæmdastjóra sýndi Viggó Nathanaelsson tvær stuttar fræðslukvikmyndir. Sú fyrri var um tennurnar, bygg- ingu þeirra og hirðingu, en hin myndin sýndi, hvernig hinn hviti og einhæfi sykur er unnin úr sykurrófum. Þá las gjaldkeri félagsins, Hjörtur Hansson, reikninga félagsins og fyrirtækja þess, ásamt athugasemdum endurskoðenda og svörum stjórnarinnar. Fara hér á eftir nokkrar niðurstöðutölur reikning- anna ásamt nauðsynlegum skýringum. Félagssjóður. Skuldlaus eign er kr. 51.329,66. Við tölu þessa er þó það að athuga, að helmingur félagsgjalda á, samkvæmt samþykkt aðalfundar 1947, að renna í Heilsuhælissjóð. Upphæð þessi hefir ekki enn verið gerð upp, en tekjur og eignir félagssjóðs eiga að lækka sem henni svarar, en Heilsuhælissjóður að hækka. Við áramót var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.