Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 65

Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 65
HEILSUVERND 63 sojabaunir spíra, spyr um ástæðuna til þess og biður um lýsingu á aðferðinni. Svar: í síðasta hefti HEILSUVERNDAR og í bókinni „Nýjum leiðum II“, bls. 65, er lýsing á aðferð við spírun á korni og baunum. En gallinn er sá, að sumar sojabaunir geta alls ekki spírað. Ástæð- an er sú, að sojabaunum er hætt við að þrána við geymslu, vegna þess hve mikla feiti þær innihalda, og til þess að auka geymsluþolið. eru stundum notaðar aðferðir, sem eyðileggja spírunarhæfileika baunanna. HEILSUVERND mun eftir beztu getu leysa úr vandamálum les- enda sinna. Sendið stuttar og gagnorðar spurningar. Spurningar J. H. hér að ofan eru ágætt sýnishorn af því, hvernig spurningar eiga að vera. Það er ennfremur áskilið, að spyrjandinn láti fylgja nafn sitt og heimilisfang, að öðrum kosti þarf hann ekki að búast við svari. Ef spyrjandinn óskar, að nafn hans verði ekki birt, skal hann láta þess getið, og verða þá upphafsstafirnir einir birtir. ISLENZKT TE. Oft er kvartað yfir því, að hér á landi sé ekki völ á öðrum drykkj- um en kaffi eða te til daglegrar neyzlu á milli mála, en báðir þessir drykkir innihalda skaðleg eiturefni, og er öllum fyrir beztu að nota sem minnst af þeim. Hinsvegar mun flestum finnast lítið til þess koma að drekka blávatn í staðinn, enda þótt það sé hinn bezti og heilnæmasti drykkur. Nú vill svo vel til, að auðvelt er að framleiða ljúffenga og eftir því heilnæma drykki úr ýmsum innlendum jurtum, og hefir það tíðkazt á sumum sveitaheimilum til skamms tíma, að safna drykkjar- jurtum líkt og þegar heimilin byrgja sig upp með fjallagrös. Júlíus Ámundi Jónsson, lyftuvörður, er einn þeirra fáu manna, sem um mörg undanfarin ár hefir safnað drykkjarjurtum til notkunar á heimili sínu og haft íslenzkt te á borðum árið um kring. HEILSU- VERND sneri sér til hans og bað hann um nánari lýsingu á aðferð- um við söfnun og meðferð þessara jurta, og fer hún hér á eftir. Jurtatekjan. Jurtir þær, sem hann safnar aðallega, eru þessar: Blóðberg, rjúpnalauf, ljónslöpp, vallhumall, silfurmura, beytilyng og fjallagrös. Bezt er að safna jurtunum, áður en þær blómstra, ein-

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.