Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 64
skipið kippist til og kastast alveg á hliðina, og sjórinn kemur æð-
andi niður um báða loftventlana. Eg átti fullt í fangi að halda
mér, á meðan allskonar verkfæri og annað lauslegt í vélarrúm-
inu þeyttist fram hjá mér. Það voru mikil læti, og ég hélt að
skipið væri á leið á botninn, en svo rétti það sig við aftur að
nokkru leyti. Eg blés í talrörið, en fékk ekkert svar, fór þá að
reyna að komast upp, skrúfaði fyrir olíuna að miðstöðvarkynd-
ingunni og lét véhna ganga á hægri ferð.
Flýtti ég mér svo upp og kallaði á þá í brúnni, en fékk ekk-
ert svar. Fór ég þá niður og sagði félögum mínum hvemig kom-
ið var.
Þegar brotsjórinn reið yfir Særúnu, hentist Gunnar út úr koj-
unni og valt niður á gólf. Dói var í koju bakborðsmegin að
aftan.
Við þrír fóram upp í eldhús og fórum að athuga hvað hægt
væri að gera. Við sögðum Dóa að fara niður í vélarrúm en við
Gunnar ætluðum að reyna að brjótast upp í brú. Það var óhugn-
anlegt að horfa fram eftir skipinu, spítnabrak um allt/ og matar-
geymslan horfin með öliu af hekkinu.
Skipið hafði fengið mikla slagsíðu, því lýsistunnurnar höfðu
kastazt til í lestinni. Við skriðum upp á bátadekk og reyndum
að komast inn í brúna, en það var mjög erfitt, því allt var úr
lagi gengið, við sáum engan mann í brúnni, brotsjórinn hafði
tekið þá alla. Það vantaði alla framhliðina í brúna, stýrishjólið
sem var aftast í brúnni var allt mölbrotið og radarinn hékk í
leiðslunum úti á dekki, útlitið var ekki gott, sunnan hvassviðri og
bjargið skammt frá okkur, í mesta lagi 2—3 mílur. Eins og út-
litið var urðum við að fá hjálp mjög fljótt, ef við ættum ekki
að farast á þessum hættulega stað. Oll ljós höfðu bilað, svo það
var myrkur í kortaklefanum. Eg skreiddist niður í vélarrúm
eftir vasaljósi og lýstum við okkur með því til að kveikja á tal-
stöðinni.
Meðan Gunnar var að reyna að ná sambandi við varðskip, fór
ég að athuga stýrið. Eftir dáhtinn tíma var ég búinn að
hreinsa svo til, að ég gat hreyft það og haldið skipinu upp í
storminn, en þegar færi gafst snéri ég því undan veðrinu, ég
62