Strandapósturinn - 01.06.1968, Qupperneq 65
sá vitann á bjarginu öðru hvoru og tók stefnu djúpt út fyrir, en
erfitt var að stýra, því það voru ekki eftir nema þrír pílárar í
stýrishjólinu og þeim fækkaði fljótt, svo aðeins einn var eftir
þegar varðskipið kom til okkar. Það var eitt sinn að heljarstór
brotsjór kom æðandi á eftir okkur og hef ég aldrei séð stærri
brotsjó svo nærri skipi, en Særún var gott sjóskip og renndi
yfir hann, en sjórinn sauð og vall á bæði borð. Eg varð fljótt
rennblautur og kaldur þar sem ég skorðaði mig í dyrunum á
kortaklefanum og hélt um stýrið, enda stóð ég í mitti í sjó öðru
hvoru, annarsstaðar var hvergi stætt á stjómpallinum. Ég var
eins og ég kom úr vélarrúminu, léttklæddur og hlífðarfatalaus.
Gunnar var við talstöðina eins og áður er sagt, hann náði sam-
bandi við varðskipið Þór og einnig við Tröllafoss, sem ætlaði að
koma okkur til aðstoðar, en Þór var næstur okkur og var ákveð-
ið að hann færi til hjálpar. Þegar við töldum að við værum út
af Patreksfirði, beygði ég á stjómborða og komst inn í mynni
Patreksfjarðar, þá var stýrið orðið svo fast að ekki var hægt að
hreyfa það lengur.
Afótorbáturinn Dofri frá Patreksfirði frétti að við hefðum orð-
íð fyrir áfalli og fór strax af stað til aðstoðar. Við voram komnir
>nn í mynni Patreksfjarðar þegar Dofri kom til okkar, en Þór
kom litlu seinna og tók Særúnu í tog, eftir að hafa sent þrjá
menn um borð til okkar, og dró okkur inn í höfn á Patreks-
firði. Þar áttum við marga góða vini, sem tóku vel á móti okkur.
Þar vomm við í nokkra daga meðan sjópróf fóm fram og við-
gerð á skipinu, svo hægt væri að sigla því suður.
Þar með endaði síðasta sjóferð mín á Særúnu.
Aths: Særún var í föram eftir þetta, en að lokum bilaði vélin
1 henni og var henni lagt upp í fjöm innan við Klepp, og þar
liggur hún nú.
63