Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 67
um skammti um borð, og er það ólíkt því sem nú tíðkast. —
Þessi kynni mín af sjómennsku voru ekki girnileg,
Þá er skemmst af að segja, að við komum að bryggju í
Reykjavík, klukkan 10 að kveldi, eftir 5 daga sjóvolk. Rafljós
lýstu upp bryggjuna, sem skipið lagðist við. Eg var alveg ókunn
öllum, — hafði ekki hugmynd um í hvaða átt ég átti að fara,
elti bara strauminn upp á Laugaveg. Þar hitti ég lögregluþjón
og sagði honum, að ég væri ókunnug og bað hann að leiðbeina
mér. Eg sagði honum, hvert ég ætlaði — húsnúmer o.fl. Hann
tók því vel og fylgdi mér þangað og benti mér á húsið. Skildum
við vingjamlega. Húsið var Bergstaðastræti 11B. Þegar þangað
kom, hitti ég tvær stúlkur, sem höfðu komið með sama skipi, en
voru komnar þama heim á undan mér. Onnur þeirra ætlaði að
vera þarna vetrarstúlka. Ekkert vissi ég um þessar stúlkur á
skipinu, enda þekkti ég þær ekkert.
Þessi hjón, sem ég fór til, bjuggu á Bergstaðastræti 11. Þau
höfðu verið beðin að taka á móti mér og leiðbeina og útvega
mér dvalarstað. Þetta var mannmargt heimili, bömin 5, og það
6. átti að fæðast í desember. Ennfremur var á heimilinu göm-
ul kona, Guðlaug að nafni, sem hjálpaði til við bömin. Þetta var
stórt heimili, og vegna þrengsla gátu þau ekki haft mig hjá sér,
— en það fannst mér þau helzt vilja.
Það fór því svo, að þau gátu útvegað mér pláss á matsöluhúsi,
Spítalastíg 9. En þannig hagaði til í því húsi, að ég varð að
sofa á 3. hæð, og mjög erfitt var að fara þangað upp að nætur-
lagi án þess að gera mikið ónæði. Þetta var mjög óþægilegt
vegna þess, að oft þurfti að ná til mín, ef fæðingu bar að að
næturlagi, sem ég átti að vera við. Og Þómnn Bjömsdóttir, sem
ég vann með, sagði þetta með öllu ómögulegt.
Þá leitaði ég sem fyrr til hjónanna á Bergstaðastræti 11B og
spurði þau ráða, hvað ég gæti gert í þessu. Þau vildu hjálpa mér
og svöraðu þannig: Komdu bara heim til okkar, — við setjum
stól framan við svefnbekk vetrarstúlkunnar okkar, og þú getur
sofið þar, og svo borðar þú hjá okkur. — Þetta var svona afráðið,
og mér þótti vænt um.
Fyrstu dagana í nóvember fréttist, að til landsins væri kom-
65
3