Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 88
áhugamál sín og skiptust á skoðunum. Hér voru lesin bréf Jóns
Sigurðssonar í þjóðfrelsisbaráttu Islendinga. Hér voru knýtt vin-
áttubönd er aldrei slitnuðu. Hér var Bakkus dýrkaður, stund-
um um of.
Hér féllu tár hins fátæka og smáða sölt og beizk, þegar láns-
traustið var þrotið, en heima biðu hungruð böm, og hér gladd-
ist hann þegar hjartagæzka verzlunarstjórans lét hann ekki
fara allslausan heim.
Og hugurinn reikar víðar. Hver hóf hér fyrst fastan verzlunar-
rekstur og hvenær? Hverjir hafa rekið hér verzlun og hvernig
menn vom það? Eru engar sagnir til í sambandi við þennan
stað?
Mér finnst að Kúvíkur hafi gegnt svo miklu hlutverki í sögu
Strandasýslu, að nú þegar þær eru komnar í eyði, megi saga
þeirra ekki með öllu gleymast. Fræðilega sögu þeirra er ég ekki
fær urn að skrá. Til þess skortir mig þekkingu, og þann eld for-
vitni og fróðleiks er hver sannur söguskoðari verður að hafa.
Hér verða því ekki skráðar verzlunar- eða útflutningsskýrslur,
né annað er snertir fjárhagslega afkomu verzlunarrekstrarins.
Þessi frásagnarbrot era tínd saman eftir ýmsum heimildum.
og verður þeirra getið í eftirmála. Þess má geta að Kúvíkur
munu um alllangt skeið hafa verið útibú frá Höfðakaupstað. En
þeir 2 verzlunarstaðir vom þeir einu við Húnaflóa um aldabil.
Eg mun nú leitast við að geta þeirra manna er stjórnuðu verzl-
uninni á Kúvíkum frá árinu 1804 til 1946. En áður en við
hefjum þá frásögn, skulum við draga fortjald liðinna alda ör-
iítið betur frá og skyggnast um. Við stiklum á stóru og lítum
á nokkur ártöl og athugum hvað þau geta sagt okkur um verzl-
unarhætti og erfiðar siglingar á kauphafnir við Húnaflóa.
Árið 1659 fær józkur kaupmaður, Jónas Trellund, Húnaflóa-
verzlunina og heldur henni um 10 ára skeið, en 1669 er hann
sviptur réttindum sínum vegna óreiðu/ og þóttu ill öll viðskipti
við hann. Árið 1703—4 strandar Spákonufellshöfðaskip á Reykj-
arfirði. Lá það við lífakkeri en slitnaði upp, rak í land og brotn-
aði, en mannbjörg varð.
Ár 1722 þann 21. október braut Spákonufellshöfðaskip í norð-
86